Óskað hefur verið eftir félagaskiptum fyrir eftirtalda leikmenn:
Nafn Frá/Til
Björn Róbert Sigurðarson SR/Esju
Brynjar Bergmann Birninum/Esju
Óskar Már Einarsson Birninum/Esju
Daði Örn Heimisson Birninum/Esju
Hjalti Jóhannsson Birninum/Esju
Gunnlaugur Guðmundsson Birninum/Esju
Andri Freyr Sverrisson SA/Esju
Ingólfur Tryggvi Elíasson SA/SR
Sandra Marý Gunnarsdóttir SR/SA
Skuldleysi leikmannanna við sín fyrri félög hefur verið staðfest. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og teljast því fyrrnefndir leikmenn löglegir með nýjum félögum sínum.
ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirfarandi leikmenn og félag þeirra:
Nafn Frá/Til Útgáfudagur
Milan Mach Slóvakíu/SR 01.09.2015
Michal Danko Slóvakíu/SR 01.09.2015
Jussi Sipponen Finnlandi/SA 01.09.2015
Daníel Kolar Tékklandi/Esju 01.09.2015
Konstantin Sharapov Úkraínu/Esju 01.09.2015
Leikheimildin sem gildir í 30 daga frá og með útgáfudegi (samkvæmt félagaskiptareglu IIHF). Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ. Til að útgefin leikheimild öðlist endanlegt gildi verður frumrit pappíra að hafa borist öllum málsaðilum ella fellur leikheimild þessi niður sjálfkrafa. ÍHÍ mun staðfesta endanlega afgreiðslu þegar frumrit félagaskiptanna hafa skilað sér á alla áfangastaði.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH