Hokkíhelgin

Þá er komið að fyrstu hokkíhelgi tímabilsins en á dagskrá eru þrír leikir. Tveir í meistaraflokki karla og einn í meistaraflokki kvenn

Fjörið hefst á Akureyri á morgun þegar SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur mætast á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 16.30. Víkingar héldu hreinu í síðassta leik gegn Birninum en ekki er ólíklegt að sóknarþunginn verði meiri í þetta sinnið. Norðanmenn hafa oft verið klókir að verjast en þótt kvarnast hafi aðeins úr vörn þeirra en Ingólfur Tryggvi Elíasson mætir nú í fyrsta sinn sínum gömlu félögum í Víkingum. Ingþór Árnason er hinsvegar farinn til Svíþjóðar ásamt Jóhanni Má Leifssyni og án vafa mun það veikja lið norðanmanna.

Strax að leik karlaliðanna loknum mætast Ynjur og SR í kvennaflokki. SR-konur hafa orðið fyrir skakkafalli því Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir er frá og óvíst hvort hún leikur með í vetur. Alda Kravec verður eldur ekki með, í það minnsta á morgun, svo SR-konur gætu átt erfiðan leik fyrir höndum enda mikið til af sterkum leikmönnum fyrir norðan.

Á morgun mætast síðan klukkan 18.30 Esja og Björninn og hefst leikurinn klukkan 18.30 og fer fram í Laugardalnum. Esja náði með góðri baráttu að vinna SR í framlengdum leik sl. þriðjudag og greinilegt að liðið ætlar sér stóra hluti í vetur. Bjarnarmenn á hinn bóginn eru svolítið óskrifað blað ennþá. Enn sem komið er hefur liðið ekki fengið til sín erlendan leikmann enn tíminn einn mun leiða í ljós hvort svo verður.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH