SR - Esja umfjöllun

Esja bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fimm mörk gegn fjórum mörkum eftir að staðan hafði verið jöfn  að loknum hefðbundnum leiktíma, 4 – 4.
Í byrjurn leit þó ekki út fyrir að Esja væri á leiðinni að fá einhver stig út úr leiknum því SR-ingar náðu 2 – 0 forystu áður en tvær mínútur voru liðnar af fyrstu lotu. Andri Freyr Sverrisson sem nýgenginn er til liðs við Esju minnkaði hinsvegar muninn áður en lotan var úti.
Önnur lota fór á svipaðan veg. SR-ingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki Esju. Bæði mörk SR-inga komu þegar SR-ingar voru með yfirtölu leikmanna á ísnum. Fyrra markið átti Robbie Sigurðsson en það síðara Arnþór Bjarnason. Brynjar Bergmann, annar nýliði hjá Esju sá hinsvegar til þess að munurinn var aðeins tvö mörk fyrir þriðju og síðustu lotu.  SR-ingar fengu kjörið tækifæri strax í byrjun hennar til að bæta við marki þegar þeir voru í fjórar mínútur einum fleiri á ísnum eftir að Björn Róbert hafði fengið of háa kylfu dæmda á sig. Síðustu mínútu vistar hans fékk Einar Sveinn Guðnason einni dóm. En þrátt fyrir að yfirtöluna náðu SR-ingar lítið að skapa hættulegum tækifærum. Leikmenn Esju elfdust hinsvegar eftir að hafa drepið brottvísanirnar. Andri Freyr minnkaði muninn í eitt mark og rétt eftir miðja lotu jafnaði Egill Þormóðsson leikinn fyrir Esju og því farið í framlengingu. Strax á fyrstu mínútu hennar gerði Björn Róbert Sigurðarsson út um leikinn og Esja fékk aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/2
Steinar Páll Veigarsson  1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Miloslav Racansky 1/0

Refsingar SR: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Björn Róbert Sigurðarson ½
Egill Þormóðsson 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2

Refsingar UMFK Esju: 16 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH