SA Víkingar - SR umfjöllun

Frá leiknum
Frá leiknum

Síðari leikur helgarinnar og jafnframt lokaleikur íslandsmóts karla var leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fór á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu tvö mörk án þess að Víkingar næður að svara fyrir sig. Með sigrinum tryggðu SR-ingar sér  deildarameistaratitilinn og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi.
Bæði lið mættu mjög ákveðin til leiks allt frá byrjun en Víkingar áttu þó öllu fleiri tækifæri í fyrstu lotunn en þegar langt var liðið á lotuna kom Kári Guðlaugsson gestunum í SR yfir með skoti af nokkru færi.
Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotunni og bæði lið áttu ágætis færi en rétt einsog í fyrstu lotunni voru það gestirnir sem skoruðu. Pökkurinn barst óvænt á Robbie Sigurðsson sem afgreiddi hann með góðu skoti milli lappa Rett Vosslers markmanns Víkinga.
Víkingar reyndu sitt ítrasta til að jafna leikinn í síðustu lotunni og fengu nokkur góð tækifæri til þess. Það bar þó ekki árangur og  sigurinn því SR-inga.

Við óskum SR-ingum til hamingju með titilinn.



Refsingar SA Víkinga: 24 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Kári Guðlaugsson 1/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Arnþór Bjarnason 0/1
Miloslav Rachinsky 0/1

Refsingar SR: 16 mínútur.

Myndir: Elvar Freyr Pálsson

HH