Fréttir

Skyldusigur á Búlgaríu 10 - 0

Í gærkvöldi færðist liðið U20 landsliðið einu skrefi nær því að tryggja sér farmiðann uppúr 3.deildinni með auðveldum 10 – 0 sigri á Búlgaríu.

Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er norðan heiða helgi og hefst strax í kvöld.

3. flokkur helgarmót - úrslit

Um síðastliðna helgi var leikið helgarmót í þriðja flokki og fór mótið fram á Akureyri.

Ísland - Nýja Sjáland: 7 - 1

Í kvöld vann Ísland stórsigur á Nýja Sjálandi í öðrum leik mótsins hér á HM í Dunedin. Fyrirfram var reiknað með jöfnum og spennandi leik en okkar menn léku á alls oddi og kváðu þá í kútinn strax á upphafsmínútum leiksins.

Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarstúlkna sem gerðu ellefu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

Ísland vann Tyrkland 8 - 0 í fyrsta leik mótsins

Ísland bar sigurorð af Tyrkjum í kvöld með 8 mörkum gegn engu í dag. Yfirburðirnir voru miklir og segja má að þeir tyrknesku hafi verið heppnir að munurinn varð ekki meiri, en það geta þeim fyrst og fremst þakkað markverði sínum sem var þeirra besti maður. Skot á mark segja allt sem segja þarf – 70 á móti 10.

U18 - æfingahópur

Sergei Zak hefur valið æfingahóp landsliðs skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Liðið mun í mars halda til Novi Sad í Serbíu til keppni í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða íshokkísambandsins.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna.

U20 í Dunedin

Þá hafa allir leikmenn U20 ára liðsins ásamt fararstjórum og töskum skilað sér til Dunedin á Nýja-Sjálandi.

Hokkíhelgi

Hokkíhelgin litast að þessu sinni nokkuð að því að U20 ára landslið okkar er á ferðalagi til Nýja-Sjálands. Það er þó eitt og annað að gerast sem vert er að minnast á.