06.02.2012
Um helgina var leikið helgarmót í 2. flokki karla og fór mótið fram í skautahöllinni í Laugardal.
03.02.2012
Hokkíhelgin er að þessu sinni nokkuð einföld allavega hvað varðar íslandsmót.
02.02.2012
Ný mótaskrá hefur tekið gildi.
01.02.2012
Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmótinu í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 4 mörk gegn einu marki Víkinga.
31.01.2012
Síðast liðið föstudagskvöld léku í meistaraflokki kvenna lið Skautafélags Reykjavíkur og Ynjur. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu fimmtán mörk gegn engu marki Ynja.
31.01.2012
Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Víkinga og Skautafélags Reykjavikur sem fram fer í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.
30.01.2012
Björninn og Ásynjur léku á laugardaginn á íslandsmótinu í meistaraflokki kvenna og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri gestanna í Ásynjum sem gerðu tvö mörk gegn einu marki gestgjafanna í Birninum.
30.01.2012
Björninn og Víkingar léku á föstudaginn á íslandsmótinu í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum Bjarnarmanna eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma, 4 – 4.
27.01.2012
Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram á suðvestur horninu og sejga má að eldri leikmenn bæði í karla- og kvennaflokki munu hafa nóg fyrir stafni.