11.03.2012
Annar leikur íslenska liðsins í riðli IIb á HM í S.Kóreu gegn heimamönnum. Eftir sigur í gær á Belgum mæta stúlkurnar fullar sjálfstrausts og ákveðnar að halda áfram á sigurbraut. Lýsing á leiknum kemur hér á eftir.
10.03.2012
Kvennalið Íslands í Íshokkí spilaði sinn fyrsta leik kl.13.00 að staðartíma í dag og sigraði Belga 2-1. Birna Baldursdóttir skoraði bæði mörkin og Karítas Halldórsdóttir átti stórleik í markinu og varði víti. Eva María Karvelsdóttir var valin maður leiksins.
09.03.2012
Þriðji leikurinn í úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí fer fram á morgun, laugardag, í Skautahöllinni í Laugardag og hefst leikurinn klukkan 19.00.
09.03.2012
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku sinn annan leik í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarmanna.
09.03.2012
Kvennalandslið Íslands í íshokkí lent í gær að íslenskum tíma í Seúl en næstu nótt hefja þær keppni í II. deild b-riðils á HM.
07.03.2012
Á morgun, fimmtudag, verður annar leikurinn í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.
07.03.2012
Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í í gærkvöld í fyrsta leik úrslitanna um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 7 mörk gegn 5 mörkum SR-inga.
05.03.2012
Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni meistaraflokks karla fer fram á morgun, þriðjudag, en þá mætast í Skautahöllinni í Laugardal lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins.
05.03.2012
Húnar og Víkingar léku á íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardagskvöld og lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Húna. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í deildarkeppni karla á þessu leiktímabili.