SR - Húnar umfjöllun


Frá leik liðanna fyrr í vetur                                                                                Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Húnar léku á íslandsmótinu í íshokkí Laugardalnum í kvöld. Leiknum lauk með sigri  SR sem gerði 4 mörk gegn 3 mörkum Húna.

Næstkomandi föstudag leika  SR-ingar gegn Víkingum í Laugardal og þar gæti ráðist hvort það verða Víkingar eða Björninn sem leika gegn SR-ingum í úrslitum

Fyrsta lotan var róleg hvað markaskorun og marktækifæri varðaði en eina mark lotunnar gerði Björn Róbert Sigurðarson fyrir SR-inga en liðið var manni færri á ísnum þegar markið kom.
Bæði lið bættu aðeins í sóknarleikinn í annari lotu en fljótlega í annarri lotu jöfnuðu  Bjarnarmenn metin með marki frá Andra Má Helgasyni. SR-ingar komu sér hinsvegar í 3 – 1 forystu með mörkum frá Steinari Páli Veigarsyni og Anrþóri Bjarnasyni. Gunnar Guðmundsson sá hinsvegar til þess að Húnar væru aðeins marki undir í lotulok. Staðan því 3 – 2 fyrir SR-inga eftir aðra lotu.
Þegar þriðja lota var rúmlega hálfnuð misstu Húnar tvo menn í refsiboxið og SR-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn en það var Svavar Steinsen sem gerði markið. Húnar minnkuðu hinsvegar fljótlega aftur með marki frá Fal Birki Guðnasyni.  Síðustu fimm mínútur leiksins reyndu bæði lið að bæta við marki en allt kom fyrir ekki.

Mörk/stoðsendingar SR:

Björn Róbert Sigurðarson 1/1
Svavar Steinsen 1/1
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Arnþór Bjarnason 1/0
Egill Þormóðsson 0/2
Snorri Sigurbjörnsson 0/2

Refsingar SR: 20 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Andri Már Helgason  1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Bergur Árni Einarsson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Húnar: 14 mínútur.

HH