24.01.2014
Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði sunnan og norðan heiða þessa helgina og því nóg að gera hjá hokkífólki.
23.01.2014
Fyrirhugaðar eru landsliðsæfingabúðir karlaliðs helgina 7 - 9. febrúar næstkomandi. Hópurinn sem æfir á Íslandi og dagskráin helgarinnar liggja fyrir.
22.01.2014
Skautafélag Reykjavíkur heimsótti í gærkvöld Víkinga til Akureyrar í karlaflokki og lauk leiknum með sigri heimamanna sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki Víkinga.
21.01.2014
Eftir nokkuð hlé, vegna þátttöku U20 ára landsliðsins í heimsmeistaramóti, hefst keppni í karlaflokki aftur í kvöld.
20.01.2014
Síðasti leikur íslenska liðsins var við Ástralíu sem líkt og við voru með þrjú stig og því leikurinn úrslitaleikur um 4. sætið í keppninni.
16.01.2014
Eftir erfiðan leik gegn Spáni var komið að því að herja á Serbana. Miðað við stöðuna og getu liðana var þetta úrslitaleikur um 3. sætið og þar með bronsið.
15.01.2014
Björninn bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur í kvennaflokki með sex mörkum gegn fimm í leik sem fram fór í Egilshöll.
15.01.2014
Þá var komið að eina kvöldleik okkar.
14.01.2014
Í dag mánudaginn 13. janúar er fyrri hvíldardagur af tveimur. Lars þjálfari leyfði strákunum að sofa fram eftir og voru strákarnir glaðir með það eftir að hafa þurft að vakna „fyrir allar aldir“ undanfarna morgna.
13.01.2014
Sunnudagurinn var tekinn snemma. Tekin hálftíma ísæfing kl. 8:30 og framundan leikurinn við Kína kl. 13.