3. leikur í úrslitum. Víkingar - Björninn


Íslandsmeistarar SA Víkinga 2014

Þriðji leikur í úrslitum karla fór fram í gær þegar Víkingar og Björninn mættust á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna. Með sigrinum tryggðu Víkingar sér íslandsmeistaratitilinn 2014.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og þá sérstaklega hvað markaskorun varðaði. Sigurður Reynisson kom Víkingum yfir þegar langt var liðið á fyrstu lotuna eftir sendingu frá Jóni B. Gíslasyni en þetta var jafnframt eina mark lotunnar.
Snemma í annarri lotu jöfnuðu Bjarnarmenn og komust yfir með góðum mörkum frá Thomas Nielsen og Ólafi Hrafni Björnssyni en mörkin komu með fjórtán sekúndna millibili. Ben DiMarco sá hinsvegar til þess að sú sæla stóð ekki lengi þegar hann jafnaði tæpum fimm mínútum síðar. Bjarnarmenn fóru hinsvegar inn í hlé með 2 – 3 forystu eftir að Bóas Gunnarsson kom þeim yfir.
Þriðja og síðasta lotan var síðan eign Víkinga hvað markaskorun varðaði. Jón B. Gíslason jafnaði og Ben DiMarco kom Víkingum yfir  í 4 - 3með tveimur góðum mörkum. Ennþá voru átta mínútur eftir af leiknum og því nægur tími fyrir Bjarnarmenn til að jafna. Þegar skammt var eftir drógu þeir markmann sinn af velli til að auka sóknarþungann en þess í stað gulltryggði Jóhann Már Leifsson sigur Víkinga þegar tíu sekúndur lifðu leiks.

Við óskum Víkingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Ben DiMarco 2/0
Jóhann Már Leifsson 1/2
Jón B. Gíslason 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsingar Víkinga: 39 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Thomas Nielsen 1/0
Bóas Gunnarsson 1/0
Andri Már Helgason 0/1
Lars Foder 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1

Refsingar Bjarnarins: 35 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH