2. úrslitaleikur SA - Björninn


Íslandsmeistarar Skautafélags Akureyrar 2014

Annar leikur úrslitakeppni  kvenna fór fram á Akureyri í gær þegar SA-konur báru sigurorð af stöllum sínum í Birninum með fimm mörkum gegn engu. Með sigrinum tryggðu SA-konur sér íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna árið 2014. SA-konur mættu með fullmannað lið í leikinn en Bjarnarkonur voru án Öldu Kravec sem átti ekki heimangengt.

Rétt einosg í fyrri leik liðanna höfðu SA-konur töluverða yfirburði í leiknum og sóttu stíft á Bjarnarkonur. Strax á fjórðu mínútu kom Anna Sonja Ágústsdóttir heimakonum yfir eftir stoðsendingu Söruh Smiley sem tíu mínútum síðar kom SA í þægilega 2 – 0 stöðu og þannig var staðan í lotulok.

Önnur lotan var með svipuðu sniði nema hvað engin komu mörkin. Í þriðju og síðustu lotunni fóru SA-konur langt með að gera út um leikinn á fyrstu sex mínútum lotunnar. Anna Sonja Ágústsdóttir og Bergþóra Bergþórsdóttir komu þeim í 4 – 0. Þegar skammt var til leiksloka var það fyrirliðinn,  Kristín Björg Jónsdóttir, sem átti lokaorðið fyrir heimakonur.


Við óskum SA-konum til hamingju með titilinn.

Mörk/stoðsendingar SA:

Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0
Sarah Smiley 1/3
Bergþóra Bergþórsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/2
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1

Refsingar SA: 16 mínútur.

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur.

Myndir: Elvar Freyr Pálsson

HH