Fréttir

Landslið karla Ice Hockey World Championship Div. II Group A, Jaca Spain

Landslið karla hefur verið valið og hefur verið í æfingabúðum í Svíþjóð undanfarið. Nú er liðið komið til Jaca, Spáni og tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer 9. april til 15. apríl 2016.

U18 - Heimsmeistaramótið í Valdemoro, Spáni

Landslið drengja, U18, er á heimsmeistaramótinu í Valdemoro.

Kvennalandsliðið lenti í 3. sæti á HM á Spáni.

Rétt í þessu var síðasta leik kvennalandsliðsins að ljúka heimsmeistaramótinu í Jaca á Spáni. Íslenska liðið krækti í bronsverðlaun á mótinu. Úrslitin á mótinu hafa annars verið þessi:

Ísland - Tyrkland - Kvennalandsliðið

Kvennalandslið Íslands í íshokkí, stórsigraði Tyrkland, í opnunarleik annarrar deildar heimsmeistaramótsins, í Jaca á Spáni.

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar í karlaflokki

Skautafélag Akureyrar tryggði sér á þriðjudaginn Íslandsmeistaratitilinn með 6 - 3 sigri á Esju í þriðju viðureign liðanna. SA vann þar úrslitarimmuna 3 - 0 og hampar þar með 19. Íslandsmeistaratitli félagsins.

Staðan í úrslitaeinvígi SA og Esju er 2 - 0.

Nú hafa verið leiknir tveir leikir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla. Fyrri leikurinn fór fram á Akureyri á föstudagskvöldið og lauk með sigri SA 3 - 2 og sá seinni fór fram í gærkvöldi í Laugardalnum og lauk einnig með sigri SA að þessu sinni 4 - 3. Báðir leikirnir voru gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og hart barist frá fyrstu til síðustu mínútu.

ÍHÍ ræður nýjan framkvæmdastjóra

Stjórn ÍHÍ gékk frá ráðningu Konráðs Gylfasonar í stöðu framkvæmdastjóra Íshokkísambandsins í gær fimmtudag.

Úrslitakeppni í meistaraflokki karla Hertz deildinni hefst í kvöld kl. 19:45 á Akureyri

Skautafélag Akureyrar og Esja munu mætast í úrslitum Íslandsmótsins og mun fyrsti leikurinn í fara fram á Akureyri í kvöld. Viðureignir liðanna hafa verið jafnar í vetur og því má reikna með skemmtilegri keppni. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki hampar titlinum og leikið verður annan hvern dag þar til yfir líkur. Einvígið hefst á Akureyri þar sem SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer svo fram í Laugardalnum á sunnudaginn.

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari í kvennaflokki

Í kvöld mættust SA og Björninn í hörkuspennandi leik í Egilshöllinni sem lauk með sigri SA 3 - 1. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allan tímann en SA bar sigur úr býtum og unnu þar með úrslitaeinvígið 2 - 0. Það var fyrirliði SA Linda Brá Sveinsdóttir sem tók við bikarnum fyrir hönd liðsins í leikslok.

Úrslitakeppni kvenna heldur áfram í kvöld

Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast öðru sinni í kvöld og að þessu sinni fer leikurinn fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:45. SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri eftir að hafa unnið fyrsta leikinn á Akureyri á mánudaginn með 10 mörkum gegn 2. Reikna má með skemmtilegri viðureign og nú skulu allir skella sér í Egilshöllina og hvetja sín lið.