ÍSHOKKÍKONA ÁRSINS

Brons verðaun á HM kvenna 2016
Brons verðaun á HM kvenna 2016

Íshokkíkona ársins er Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, leikmaður Valerenga í Noregi.

Flosrún Vaka hóf feril sinn 13 ára gömul með Birninum og hefur ætíð síðan verið ein þeirra kvenna sem kallast brautryðjendur í íshokkíhreyfingunni á Íslandi.  Flosrún Vaka hefur undanfarin misseri spilað og þjálfað í Noregi.  Hún lék með og þjálfaði Sparta Warriors árið 2015 og færði sig yfir til Vålerenga í Osló síðastliðið haust.  Þar spilar hún meðal annars með fjölda norskra landsliðskvenna og berjast þær nú um norska deildameistara titilinn og norska meistarann.  Flosrún Vaka æfir mjög stíft með Vålerenga og hlakkar mjög mikið til að taka þátt í HM kvenna á Íslandi.  Flosrún Vaka hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Flosrún Vaka stefnir á að vera í Noregi næstu árin, vinna sem Tannsmiður, æfa íshokkí þar sem styrkur leikmanna er meiri en hún átti að venjast áður. Einnig vill hún gera sitt besta til að efla íshokkí kvenna á Íslandi.

Innilega til hamingju með árangurinn Flosrún Vaka, þú ert fyrirmynd margra og ert íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.