16.02.2016
Elvar Pálsson var einnig á leiknum í gærkvöldi og myndir frá honum má nálgast hér.
16.02.2016
Á leik SA og Bjarnarsins í úrslitum kvenna í gærkvöldi voru þrír ljósmyndarar. Ljósmyndir frá Sigurgeiri Haraldssyni má nálgast hér fyrir neðan á meðfylgjandi link.
15.02.2016
Skautafélag Akureyrar bar sigurorð af Birninum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. SA hafði nokkra yfirburði í leiknum og sigraði með 10 mörkum gegn 2. Loturnar fóru 4 – 0, 3 – 0 og 3 – 2. SA átti 62 skot á mark á móti 16 frá Birninum.
15.02.2016
Í kvöld kl. 19:30 hefst úrslitkeppnin í kvennaflokki þar sem SA og Björninn munu takast á um hvort liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn 2016. Þessi sömu lið hafa mæst í úrslitum allar götur síðan árið 2000 og er þetta því í 17 skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. SA tefldi fram tveimur liðum líkt og undanfarin ár og munu þau lið sameinast gegn Birninum í úrslitakeppninni.
13.02.2016
Í kvöld kl.16:30 verður leikinn síðasti deildarleikur í Hertz-deild kvenna. SA-Ynjur taka á móti SR í Skautahöllinni á Akueyri. Rétt á eftir kvennaleiknum mætast stákarnir í öðrum flokki karla hjá SA og SR. Áhugafólk um íshokkí er hvatt til að skella sér í Skautahöllina og horfa á þessa bráðskemmtilegu leiki.
12.02.2016
Deildarmeistarar síðasta tímabils, SR, fá til sín ríkjandi Íslandsmeistara, SA, í hörku leik í Hertz-deild karla í Laugardalnum kl.19:45 í kvöld! Ynjur fá SR í heimsókn laugardaginn og 2.flokkur SA tekur á móti SR síðar um það kvöld.
09.02.2016
Í kvöld kl.19:45 mætast Björninn og Esja í sínum síðasta deildarleik í vetur. Björninn hefur verið í harðri baráttu um að ná Esju að stigum til að eiga möguleika á sæti í úrslitum. Esja hefur verið á mikilli siglingu og sótt hart að SA sem situr í toppsæti deildarinnar.
05.02.2016
Um þessa helgi verður mikið um að vera í íslensku íshokkíi. Í Hertz-deild karla mætast SA og Esja fyrir norðan og Björninn fær SR í heimsókn. Í Hertz-deild kvenna mun SR taka á móti Ynjum frá Akureyri. Leikur í 3. flokki á milli SR og SA verður einnig á laugardaginn.
02.02.2016
Spilaðir verða tveir leikir í Hertz-deild karla í íshokkí. Topplið deildarinnar, SA og Esja, mætast í Skautahöllinni á Akureyri kl.19:30 og Björninn tekur á móti SR í Egilshöll kl.19:45!
31.01.2016
SA Víkingar unnu SR norður á Akureyri og UMFK Esja laut í lægra haldi fyrir Birninum í Laugardalnum.