Fréttir

Dagur 3 í Tallinn

Þá er degi þrjú lokið hér hjá okkur í Eistlandi. Dagurinn byrjaði snemma, morgunmatur kl. 7:00. Að því loknu smöluðum við hópnum upp í rútu og rúlluðuðum á æfingu dagsins sem gekk vel. Engin meiðsli að hrjá leikmenn og strákarnir sprækir. Hjalti gat loksins æft með liðinu þar sem taskan skilað sér loksins.

HM í Belgrad – Loka pistill

Nú rétt áðan lauk HM í íshokkí karla, II deildar A, með besta árnagri sem náðst hefur frá upphafi í íslensku íshokkí. Okkar strákar lögðu Ísrael í lokaleik og tryggðu sér þar með silfurverðlaun á þessu HM. !Stórkostlegt er eina orðið sem ég á yfir þennan frábæra árangur íslenska karlalandsliðsins.

HM í Belgrad - Pistill 5

Í dag er síðasti leikurinn okkar og sá er aldeilis mikilvægur, en með sigri gegn Ísrael tryggjum við okkur silfrið í deildinni. En það er allveg öruggt að Ísraelmenn gefa ekkert eftir því fyrir þeim er þetta spurningin um líf eða dauða í þessum riðli. Tapi þeir falla þeir niður um deild.

U18 - Dagur 1 og 2 í Tallinn

Jæja þá kemur fyrsti pistillinn frá U18 ára ferðinni hér í Tallinn.

HM í Belgrad - Pistill 4

Í gær laugardainn 12 april kl. 16:30 mættu strákanir okkar liði Ástralíu. Góður leiktími. Aftur, morgunmatur kl. 08:00, æfing kl. 9:45, þar sem farið var yfir áherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferð ástrala. Þjálfarateymið, þeir Tim og Gulli, höfðu legið yfir DVD kvöldið áður af leik ástralana frá því fyrr í mótinu og það átti án nokkurs vafa eftir að hjálpa okkur í leiknum.

HM í Belgrad - Pistill 3

Áfram skal haldið. Í dag kl. 16:30 mættu strákanir okkar sterku liði Belga. Mun betri leiktími, morgunmatur kl. 07:30, æfing kl. 09:00. Farið var yfir árherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferðar Belgana. Tim þjálfari og Gulli aðstoðarþjálfari höfðu eimitt kvöldið áður horft á leik Belgíu og Serba og kortlagt allt sem skipti máli. Hádegismatur kl.13:00 og svo beint upp í í höll aftur þar sem leikurinn gegn Belgum átti að fara fram.

HM í Belgrad - Pistill 2

Staðan í dag, miðvikudag er góð. Eftir ferðalagið tilbaka frá Tyringe í Svíþjóð á mánudaginn, yfir brúna ¨Bruen¨ með rútu aftur og á Kastrup flugvöll, þar sem flogið var til Belgrad í Serbíu. Ferðin gekk vel, engin óhöpp eða týndur farangur á leiðinni.

Útsendingar

Úr nægu er að velja ef menn hafa áhuga á að fylgjast með HM karla í II. deild en fyrsti leikur íslands hefst innan fáeinna mínútna í Belgrad í Serbíu.

HM í Belgrad - Pistill 1

Á föstudaginn lagði íslenska karlalandsliðið af stað til Tyringe í Svíþjóð, en endanlegur áfangastaður er Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun taka þátt í 2. deild, a-riðils heimsmeistaramótsins í íshokkí.

Þakkir

Íshokkísamband Íslands vill þakka öllum, sem lögðu hönd á plóg við fræmkvæmd á 2. deild heimsmeistaramóts kvenna, kærlega fyrir aðstoðina.