Fréttir

Mótaskrá

Nú er unnið að fullum krafti við að klára mótaskrá vetrarins.

Dómaranámskeið - dagskrá - UPPFÆRT

Einsog fram hefur komið hérna á síðunni er fyrirhugað dómaranámskeið á vegum ÍHÍ um komandi helgi.

Dómaranámskeið

Gert er ráð fyrir að dómaranámskeið verði haldið dagana 30. og 31. ágúst nk. og mun námskeiðið fara fram í Reykjavík.

Landsliðsundirbúningur

Gert er ráð fyrir að að haldin verði landsliðsundirbúningur dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi.

Yfirþjálfari landsliða Íslands ráðinn

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) ákvað á fundi sínum í gær að ráða Tim Brithén yfirlandsliðsþjálfara sambandsins til tveggja ára.

Helgarmót

Það verða börnin í yngstu flokkunum sem loka mótahaldi ÍHÍ á þessu tímabili en um helgina fer fram mót í 5; 6. og 7 flokki í Laugardalnum.

Loka dagurinn í Tallinn,

Já þetta leið nú fljótt eftir allt saman enda nóg fyrir stafni á hverjum degi. Sem fyrr hafa strákarnir staðið sig frábærlega og hafa heillað alla hérna í Eistlandi. Fékk meira að segja hringingu frá forseta Íshokkísambands Eistlands þar sem hann þakkaði okkur sérstaklega fyrir góða umgegni í höllinni. Eina liðið sem skildi sómasamlega við klefan sinn.

Dagur 7 í Tallinn.

Nú er farið að styttast í öðrum endanum hjá okkur. Einn leikur eftir og hann er upp á líf og dauða. Þ.e. hreinn úrslitaleikur um það hvort að við höldum okku uppi í deildinni eða förum niður í 3. deild. Hvað sem verður, þá þurfum við að muna það að íslenska liðið er það yngsta á þessu móti. Mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir rennur í reynslubankann og gerir þá að sterkari leikmönnum.

Dagar 5 og 6 í Tallinn.

Nú var næsti leikdagur runninn upp. Leikurinn við heimamenn beið okkar um kvöldið. Það þýddi að við þurftum ekki að vakna extra snemma. Strákarni höfðu val um það hvort að þeir færu á æfingu eða göngutúr, þar sem að sumir voru aðeins laskaðir og þurftu að safna kröftum fyrir kvöldið. Við höfum verið rosalega heppnir með veður og lítið mál að rölta um svæðið.

Dagur 4 í Tallinn

Dagurinn í dag var rólegri en hingað til þar sem ekki var spilaður neinn leikur í dag. Við höfum því getað safnað kröftum fyrir átökin á morgun. Dagskráin var nú samt sem áður nokkuð þétt. Morgun matur í seinni kantinum eða kl. 9:30.