Breytingar á stjórn ÍHÍ og nefndarskipan

Breytingar hafa orðið á stjórn ÍHÍ en Sigurður Sigurðsson hefur látið af varformennsku og stjórnarsetu á vegum sambandsins. Sigurður hefur um árabil verið viðloðandi íshokkííþróttina og var um tíma formaður íshokkídeildar Bjarnarins. Stjórn ÍHÍ þakkar Sigurði samstarfið á liðnum árum

Stjórn ÍHÍ ákvað fundi sínum í gær að Árni Geir Jónsson tæki við stöðu varaformanns ÍHÍ en rétt einsog Sigurður hefur Árni Geir verið viðloðandi íshokkíhreyfinguna  um árabil.

Sæti Sigurðar í stjórn ÍHÍ hefur tekið, Arndís Eggerz Sigurðardóttir, sem var fyrsti varamaður í stjórn.

Sigurður gegndi einni stöðu formanns Dómaranefndar en við því starfi hefur tekið Óli Þór Gunnarsson varamaður í stjórn ÍHÍ.

HH