Á þessu keppnistímabil mun ÍHÍ í samstarfi við aðildarfélög sín og ÍSÍ gangast fyrir hæfileikakeppni í hokkí (Skill challange).
Keppnin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Alþjóða Íshokkísambandið og Alþjóða Ólympíunenfndin standa fyrir. Leikmenn, af báðum kynjum, sem fæddir eru frá 1. janúar 2000 til og með 31. desember 2001 hafa rétt til þátttöku.
Keppninni er skipt upp í hluta og fljótlega fer fyrsti hlutinn í gang hérna innanlands en þá munu þátttakendur reyna við þrautir sem lagðar verða fyrir þau á ísnum. Þeirri keppni skal lokið fyrir 7. maí 2015 og tekur þá annar hluti við. Í öðrum hluta munu þeir leikmenn, einn af hvoru kyni, sem bestum árangri náðu halda til keppni gegn öðrum þeim þjóðum sem skráðu sig til keppni. Staðsetning þeirrar keppni verður auglýst síðar en gert er ráð fyrir að hún verði í júlí 2015. Fimmtán, af hvoru kyni, af þeim sem ná bestum árangri í hluta tvö verður síðan boðin þátttaka í Ólympíuleikum æskunnar sem fara fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016.Það er því að miklu að keppa fyrir börn á þessum aldri.
Keppni af þessum toga hefur áður verið haldin og æfingarnar sem notaðar voru þá má ennþá finna hér á heimasíðu ÍHÍ.
Við munum segja nánar frá þessari keppni á næstunni
HH