Hokkíhelgin að þessu sinni hefst strax í kvöld en allt í allt eru fjórir leikir á dagskrá um helgina á íslandsmótum.
SR og Björninn í meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45. Síðast þegar þessi lið mættust höfðu SR-ingar sigur með fjórum mörkum gegn þremur í æsispennandi leik. Bjarnarmenn þurfa á sigri að halda ætli þeir að halda sér í báráttunni með hinum liðunum en liðið er nú fjórum stigum á eftir næsta liði. Erlend félagaskipti eru í vinnslu hjá Birninum en ekki er enn vitað hvort þau ganga í gegn fyrir leikinn í kvöld. Um er að ræða tvo leikmenn, bræðurna Edgars og Oskars Valters sem koma frá Lettlandi.
Á morgun, laugardag, leika svo í UMFK Esja og SA Víkingar í karlaflokki og hefst sá leikur klukkan 18.45. Þetta er þriðji leikur liðanna á tímabilinu en segja má að fyrri tveir hafi verið nokkuð sveiflukenndir. Víkingar unnu þann fyrri nokkuð örugglega en í þeim síðari sneru Esjumenn blaðinu við.
Tim Brithén yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ er væntanlegur til landsins til að skoða leikmenn í fyrrnefndum tveimur leikjum þannig að leikmenn allra liða munu án vafa leggja sig alla fram.
Tveir leikir fara fram í 3. flokki og eru þeir báðir á Akureyri. Þá mætast SA og Björninn. Fyrri leikurinn er í kvöld og hefst klukkan 21.00 en sá síðari er á morgun, laugardag og hefst klukkan 17.30.
Að lokum ber að geta að fram á sunnudag er árlegt opið alþjóðlegt mót í íshokkí í Egilshöll en þar munu m.a. heldri menn spila og einnig töluvert af leikmönnum úr kvennadeildinni okkar.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH