29.03.2012
Eins og fram hefur komið heldur hópurinn sem valinn hefur verið til Danmerkur nk. sunnudag.
27.03.2012
Flugáætlun til Danmerkur fyrir leikmenn liggur fyrir.
26.03.2012
Þriðji leikur í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna fór fram á laugardaginn en þar áttust við SA og Björninn. Leiknum lauk með sigri SA sem gerðu 6 mörk gegn 2 mörkum Bjarnarkvenna. Með sigrinum tryggðu SA-konur sér íslandsmeistaratitilinn 2012.
25.03.2012
Dagurinn byrjaði nú ekki skemmtilega í morgun. Bjössi, Andri, Siggi og Daníel höfðu verið ælandi og fleira alla nótina. Þeir voru algjörlega orkulausir og Daníel komst ekki framúr. Hinir treystu sér í morgunmat en gátu lítið borðað. Ekki leit þetta vel út fjórir leikmenn úr fyrstu tveim línunum virtust ekki hafa orku til að taka þátt í leiknum á móti Spáni.
25.03.2012
Dagurinn byrjaði snemma í dag, Steini og Bjössi vöktu alla upp klukkan 07:45 í morgunmat sem gekk hratt fyrir sig og var haldið af stað á morgun æfingu klukkan 08:30. Þegar komið var í höllina gerðu strákarnir sig klára fyrir æfingu og var haldið á svellið klukkan 09:15. Æfðu strákarnir leikatriði sem beita átti gegn Eistlendingunum um eftirmiðdaginn.
25.03.2012
Kærkominn frídagur sem byrjaði með morgunverði og síðan slökun fram að æfingu klukkan 13:45. Á æfingunni var tekið vel á og voru strákarnir gríðarlega einbeittir.
23.03.2012
Á morgun laugardag fer fram þriðji leikurinn í úrslitakeppni kvenna milli Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 17.00.
23.03.2012
nnar leikur í úrslitakeppni kvenna um íslandsmeistaratitilinn fór fram í gærkvöld þegar Björninn og Skautafélag Akureyrar mættust. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarkvenna.
23.03.2012
Nákvæmari tímasetningar eru komnar fyrir helgina.
22.03.2012
2. leikur í úrslitum kvenna var að hefjast.