Hokkíhelgin


Frá leik Bjarnarins og Ásynja á síðasta tímabili.                                                             Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Hokkíhelgin að þessu sinni er bæði norðan og sunnan heiða.

Strax í fyrramálið hefst mót í 4 flokki  og fer það fram í skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsta barnamótið á þessum vetri en þegar yfir lýkur verða mótin alls fjórtán.

Hér sunnan heiða fara hinsvegar fram tveir leikir.

Í meistaraflokki karla leika Björninn og Jötnar en þetta er jafnframt fyrsti leikur Jötna í mótinu. Liðslistar bárust snemma að þessu sinni og sjá má hvernig liðin verða skipuð á tölfræðisíðunni okkar hérna hægra meginn á síðunni. Leikur Bjarnarins og Jötnar fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 16.30.

Að karlaleiknum loknum leika á sama stað lið Bjarnarins og Ásynja í meistaraflokki kvenna. Rétt einsog hjá körlunum eru liðslistar snemma á ferðinni og því hægt að sjá hvernig liðin verða skipuð á tölfræðisíðu kvenna.


HH