13.02.2014
Um síðastliðna helgi var haldið í Skautahöllinni í Laugardal helgarmót í 3. flokki.
12.02.2014
Björninn bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur í karlaflokki með fimm mörkum gegn þremu. Með sigrinum kom Björninn sér í efsta sæti deildarkeppninnar, einu stigi á undan Víkingum, en liðin berjast harðri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
11.02.2014
Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.
10.02.2014
Björninn bar á laugardaginn sigurorð af SA með fjórum mörkum gegn þremur í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Egilshöll.
07.02.2014
Hokkíhelgin að þessu hefur aðeins dregist saman frá því sem upphaflega var áætlað en leik Húna og Jötnar sem fara átti fram á morgun í Egilshöll hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
06.02.2014
Um síðastliðinna helgi var haldið í Osló U18 ára kvennamót (Kretslag jente turnering). Fyrirkomulagið á þessum mótum er þannig að fylkin(kretsin) kalla saman allar stelpur til æfinga um haustið sem eru í U 13 - U 18.
05.02.2014
Þeir sem lögðu leið sína í Laugardalinn í gærkvöld sáu hinn ágætasta leik þar sem Húnar báru sigurorð af SR Fálkum með sex mörkum gegn fimm.
04.02.2014
Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Fálka og Húna í meistaraflokki karla en leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.
03.02.2014
Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við síðastliðið laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga í jöfnum og nokkuð spennandi leik. Bæði lið hafa verið aðeins að styrkjast undanfarið. Egill Þormóðsson var með SR-ingum og Jón Benedikt Gíslason er kominn aftur í sinn heimabæ, Akureyri.
31.01.2014
Leið hokkímanna þessa helgina liggur að mestu leyti suður eftir þjóðvegi eitt þessa helgina.