Fréttir

HM í Belgrad - Pistill 2

Staðan í dag, miðvikudag er góð. Eftir ferðalagið tilbaka frá Tyringe í Svíþjóð á mánudaginn, yfir brúna ¨Bruen¨ með rútu aftur og á Kastrup flugvöll, þar sem flogið var til Belgrad í Serbíu. Ferðin gekk vel, engin óhöpp eða týndur farangur á leiðinni.

Útsendingar

Úr nægu er að velja ef menn hafa áhuga á að fylgjast með HM karla í II. deild en fyrsti leikur íslands hefst innan fáeinna mínútna í Belgrad í Serbíu.

HM í Belgrad - Pistill 1

Á föstudaginn lagði íslenska karlalandsliðið af stað til Tyringe í Svíþjóð, en endanlegur áfangastaður er Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun taka þátt í 2. deild, a-riðils heimsmeistaramótsins í íshokkí.

Handbók

Handbókin vegna U18 ára ferðalagsins til Tallinn er nú komin á netið en þar er að finna helstu upplýsingar fyrir leikmenn og aðstandendur þeirra.

Þakkir

Íshokkísamband Íslands vill þakka öllum, sem lögðu hönd á plóg við fræmkvæmd á 2. deild heimsmeistaramóts kvenna, kærlega fyrir aðstoðina.

Ísland - Belgía

Síðasti leikur íslenska kvennalandsliðsins á HM kvenna að þessu sinni var gegn Belgíu en leikurinn var jafnframt lokaleikur HM-mótsins sem fram fór í Laugardalnum þessa vikuna.

JÖTNAR - HÚNAR 2. ÚRSLITALEIKUR Í OPNUM FLOKKI

Annar leikur í úrslitarimmunni í opnum flokki milli Jötna og Húna fór fram á Akureyri sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu fimm mörk án þess að Jötnar næður að svara fyrir sig. Með sigrinum tryggðu Húnar sér titilinn í opnum flokki árið 2014.

Ísland - Spánn

Ísland og Spánn léku síðastliðið föstudagskvöld á HM sem nú fer fram í Reykjavík. Leiknum lauk með sigri spánverja sem gerðu þrjú mörk gegn engu marki íslenska liðsins.

Landsliðshópur karla

Tim Brithén hefur valið landsliðshóp karla sem heldur til Belgrad í Serbíu í byrjun apríl nk. og tekur þátt í 2. deild a-riðils á HM.

Úrskurður Aganefndar 28.03.2014