Fréttir

Jötnar - Húnar umfjöllun

Jötnar báru á laugardaginn sigurorð af Húnum með níu mörkum gegn átta á íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn fór fram á Akureyri. Úrsltin réðust ekki fyrr en í vítakeppni að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu en þá skoraði Stefán Hrafnsson úr áttunda vítinu sem tekið var í vítakeppninni.

Hokkíhelgin

Þrátt fyrir að jólin nálgist óðfluga er hvergi slakað á í íslandsmótinu því að á morgun laugardag fara fram tveir leikir í meistaraflokki.

Úrskurður Aganefndar 20.12.2013

U18 og U20 ára landsliðsfréttir

Eins kom fram í frétt hér á síðunni eru fyrirhugaðar landsliðsbúðir hjá U18 ára landsliðinu milli jóla og nýárs.

SR - Víkingar umfjöllun

SR-ingar mættu Víkingum á íslandsmóti karla í gærkvöldi . Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR-inga.

Leikur kvöldsins.

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Akureyrar lagði á síðasta laugardag lið Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna með átta mörkum gegn einu. Með sigrinum náði SA þriggja stiga forystu á Björninn sem er í öðru sæti en bæði liðin hafa leikið sjö leiki.

Jötnar - SR Fálkar umfjöllun

Jötnar og SR Fálkar léku á íslandsmótinu síðastliðinn laugardag og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu þrjú mörk gegn engu marki SR Fálka.

Hokkíhelgin

Eftir stutt frí vegna prófa í framhaldsskólum hefst keppnistímabilið á morgun, laugardag, þegar fara fram tveir leikir og eru þeir báðir á Akureyri.

Úrskurður Aganefndar 11.12.13