18.12.2023
Síðasta leik mótsins lauk með ósigri gegn sterkum Eistum en gestirnir gerður sér lítið fyrir og skoruðu 6 mörk án þess að íslenska liðið næði að svara fyrir sig. Eistar voru aðeins of sterkir fyrir okkur að þessu sinni en segja má að leikurinn hafi engu að síður verið jafnari en lokatölur gefa til kynna. Strákarnir börðust vel en höfðu ekki heppnina með sér. Loturnar fóru 3 - 0, 2 - 0 og 1 - 0. Eistar áttu 44 skot á mark á móti 25 frá okkur. Í lok leiks var varnarjaxlinn Orri Blöndal valinn maður leiksins.
17.12.2023
Í dag fara fram síðustu tveir leikirnir í undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Laugadalnum þessa dagana. Kl. 13:30 mætast Suður Afríka og Búlgaría og kl. 17:00 hefst úrslitaleikurinn á milli Íslands og Eistlands. Báðir leikirnir verða vafalaust spennandi og skemmtilegir og nú er bara drífa sig í höllina - þar eru engar umhleypingar, blankalogn og stöðugar 7 gráður, heitt á könnunni og vöfflur með rjóma - gerirst ekki betra og áfram Ísland!
16.12.2023
Á morgun mætast Ísland og Eistland í úrslitaviðureign um sigurinn í þessari forkeppni sem veita mun réttinn til þátttöku í næstu úrtöku sem fram mun fara á næsta ári. Eistarnir eru sterkir og eru fyrirfram taldir sigurstranglegri. Eistar eru í 28. sæti á heimslistanum á meðan við erum í 34. sæti og einnig spila þeir í deildinni fyrir ofan okkur. Fyrir þeim erum við hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og ljóst að viðureign morgundagsins verður hörð.
Bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu og bæði lið hafa átt sveiflukennda frammistöðu. Eistar völtuðu yfir Búlgaríu í fyrsta leik en lentu í óvæntri mótstöðu gegn Suður Afríku en unnu engu að síður sannfærandi sigur. Ísland vann nokkuð öruggan sigur á móti Suður Afríku en rétt mörðu Búlgaríu í háspennuleik í gær.