Fréttir

Viðtöl við fólk úr íshokkíhreyfingunni

Undanfarnar vikur hafa verið birt viðtöl við fólk úr ýmsum áttum úr íslensku íshokkíhreyfingunni á vefnum ishokki.is. Sunna Björgvinsdóttir, Hákon Marteinn Magnússon og Sarah Smiley ræddu við Atla Stein Guðmundsson, blaðamann, um lífið og tilveruna í íshokkí bæði á Íslandi og erlendis.

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla er hafin!

Í kvöld var fyrsti leikur í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla og var hann leikinn norður á Akureyri fyrir fullu húsi og stemmningin þar hreint út sagt frábær. Vinna þarf 3 leikir til að hampa íslandsmeistaratitlinum og hafa SA Víkingar unnið þann titil síðustu 4 ár. Liðsmenn Skautafélags Reykavíkur mættu hinsvegar einbeittir til leiks í kvöld og uppskráru sigur 3 - 7. Næsti leikur er í Skautahöllinni í Laugardal næstkomandi fimmtudag, 23.mars, kl.19:45.

Leikurinn um gullið kl. 18:00 í dag

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramóti U18 í Skautahöllinni á Akureyri. Sjálfur gull leikurinn hefst kl. 18:00 þegar Ísland mætir Ísrael í hreinum úrslitaleik. Áhorfendur hafa fyllt höllina á öllum leikjum Íslands í vikunni og vonandi heldur þessi gríðarlega mikilvægi stuðningur áfram í kvöld. Það er rétt að ítreka það að leikurinn hefst kl 18:00 í kvöld en ekki kl. 20:00 líkt og fyrri leikir liðsins.

Skyldusigur á Lúxemborg, 13 - 0

Í gærkvöldi átti íslenska liðið nokkuð auðveldan sigur á liði Lúxemborg sem óhætt er að segja að hafa ekki riðið feitum hesti frá sínum viðureignum á þessu móti. Loturnar fóru 3 - 0, 3 - 0 og 7 - 0 og satt best að segja hefðu mörkin getað orðið fleiri. Gestirnir stóðu ágætlega í okkar drengjum framan af, en þegar leið nær lokum leiksins var þeim öllum lokið. Íslenska liðið átti 59 skot á móti 16. 13 leikmenn voru með stig í leiknum og Þórir Aspar og Sigurgeir Söruson skiptu með sér vaktinni á milli stanganna.

Ísland sigraði Tyrkland 8 - 4

Ísland gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og lagði Tyrkland að velli með 8 mörkum gegn 4. Ísland var sterkari aðilinn allan leikinn en gestirnir voru samt aldrei langt undan. Loturnar fóru 3 – 1, 3 - 2 og 2 -1 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Íslenska liðið er enn með fullt hús stiga og mætir í dag Lúxemborg sem hefur átt erfitt uppdráttar í þessari keppni og tapað öllum sínum leikjum stórt. Ef fer sem horfir þá verður leikurinn á laugardaginn við Ísrael leikurinn um gullið.

Ísland - Tyrkland í kvöld kl. 20:00

HM U18 heldur áfram í dag. Ísrael og Luxembourg mætast kl. 13:00 og Mexíkó og Bosnía-Herzegovenía kl. 16:30. Leikurinn sem mestu máli skiptir fyrir okkur hefst hins vegar kl. 20:00. Íslenska liðið hefur unnið báða sína leiki á mótinu en Tyrkland tapaði fyrir Ísrael í opnunarleik mótsins 1 - 3, í jöfnum og spennandi leik, en valtaði svo yfir Lúxemborg 15 - 1 á mánudaginn.

Ísland vann Bosníu-Herzegóveníu 9 - 0 í gærkvöldi.

Leikurinn í gærkveldi var heldur auðveldur fyrir okkar drengi sem báru höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Fyrsta mark leiksins kom strax í fyrstu skiptingu en þrátt fyrir góða byrjun varð þetta eina markið í lotunni. Í 2. lotu héldu yfirburðirnir áfram og lauk henni með 3 ósvöruðum mörkum og í síðustu lotunni bættust við 5 mörk og loka niðurstaðan 9 - 0 sigur.

Hokkíveislan heldur áfram í dag í Skautahöllinni á Akureyri.

í kvöld kl. 20:00 mætir Íslenska liðið Bosníu-Herzegóveníu í öðrum leik liðsins á heimsmeistaramóti U18. Bosnía vann sinni fyrsta leik á mótinu á móti Lúxemborg í gær 6 - 0 og Ísland vann Mexíkó 5 - 3. Í gær var húsfyllir og vonandi náum við því aftur í kvöld. Önnur úrslit á mótinu hafa verið eftirfarandi:

Íslenskur sigur í fyrsta leik á HM

Strákarnir okkar voru rétt í þessu að ljúka sínum fyrsta á leik á HM U18 í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir erfiða byrjun náðu þeir að snúa við taflinu og vinna Mexíkó með 5 mörkum gegn 3. Staðan eftir fyrstu lotu var 1-1 eftir mark frá Ólafi Björgvinssyni. Í 2. lotu voru gestirnir sterkari og skoruðu 2 mörk án þess Ísland næði að svara og því var staðan 1-3 þegar blásið var til 3ju og síðustu lotunnar.

HM U18 byrjar í dag á Akureyri

Í dag hefst Heimsmeistaramót í Íshokkí skipað drengum 18 ára og yngri, í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið hefst í dag þann 12. mars og lýkur á laugardaginn 18. mars og auk Íslands taka þátt í mótinu, Mexíkó, Tyrkland, Ísrael, Luxemborg og Bosnía-Herzegovina. Íslenska liðið er sterkt og á harma að hefna eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp úr riðlunum í fyrra, en þá voru þrjú lið efst og jöfn og aðeins markahlutfall réði því að Ísland sat eftir.