Síðastliðinn skírdag, 28. mars, var leikinn oddaleikur í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla á Akureyri. Þar léku karlalið Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan troðfullu húsi í Skautahöllinni á Akureyri. Annar eins fjöldi á íshokkíleik á Íslandi hefur ekki sést svo elstu menn muna. Stemmningin var gríðarlega góð í húsinu þar sem stuðningsfólk beggja liða lék á alls oddi.
Leikurinn sjálfur var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en rétt í endann á þriðju lotu þegar Filip Krzak skoraði sigurmark Skautafélags Reykjavíkur þegar rétt rúmlega 3 mínútur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir margar góðar tilraunir hjá Skautafélagi Akureyrar á lokamínútum leiksins þar sem þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn voru það liðsmenn Skautafélags Reykjavíkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar, annað árið í röð.
Hægt er að skoða leikskýrslur og nánari tölfræði Úrslitakeppninnar hér.
Umfjallanir annara fjölmiðlar
"SR eru Íslandsmeistarar" - ishokki.is
"SR-ingar aftur með Íslandsbikarinn suður" - akureyri.net
"SR Íslandsmeistari annað árið í röð" - mbl.is
"Þetta sigurmark var himnasending fyrir mig" - mbl.is
"Þetta er bara draumur" - mbl.is
"SR er Íslandsmeistari - Þetta er ótrúleg tilfinning" - ruv.is
Við óskum Skautafélagi Reykjavíkur til hamingju með Íslandsmeistaratiltilinn í Hertz-deild karla árið 2024.