Karlalandslið Íslands reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn gegn Ástralíu í gær þegar liðin mættust á HM Div2A í Serbíu. Lið ástrala hefur að skipa nokkuð fullorðnu liði þar sem þeir höfðu nokkur ár og nokkur kíló á okkar stráka. En okkar strákar voru og eru sneggri og töluvert liprari og leiknari á skautnum heldur en þeir áströlsku og það var okkar helsta vopn gegn þeim. Fyrsta mark leiksins var því algjörlega gegn gangi leiksins og mikill heppnis-stimpill var yfir því þegar okkar strákar voru manni fleiri (power-play) og frekar slakt skot frá hinum ástralska James Woodman lendir í kylfu okkar varnarmanns og speglast fram hjá Jakobi Jóhannessyni og inni í markið. Ástralar náðu svo að bæta í forystuna með öðru marki eftir klafs fyrir framan mark íslands. Ólán íslenska liðsins hélt áfram í öðrum leikhluta þegar ástralar ná að skora sitt þriðja mark, aftur manni færri, þegar rétt tæpar 5 mínútur voru liðnar af leikhlutanum, en og aftur gegn gangi leiksins. Þegar lotan var rétt rúmlega hálfnuð náði Gunnar Aðalgeir Arason að koma íslandi á blað með fínu skoti úr yfirtölu-spili með aðstoð frá Hilmari Sverrissyni og Jóhanni Leifssyni. Í þriðju og síðustu lotunni náðu strákarnir að nýta vel yfirtöluna í sínum spili þegar ástralar misstu mann útaf. Róbert Pálsson gaf pökkinn yfir á Halldór Skúlason sem tók gríðarlega gott skot á mark og pökkurinn sögn í netinu. Staðan orðin 3-2 og nægur tími eftir af leiknum.
Þrátt fyrir margar góðar tilraunir náðu okkar strákar ekki að jafna leikinn og lokaniðurstaða 3-2 sigur þeirra áströlsku. Eins og í fyrri leikjum var margt gott í okkar leik og náðum við að spila nær allann leikinn eftir því plani sem sett var upp. Nýta leiknina og hraðan í liðinu og halda aga og skipulagi í vörninni. Fjöldi marka manni undir er hér ákveðið áhyggjuefni.
Jakob Jóhannesson, markamaður íslands, var valinn leikmaður liðsins við leikslok.
Hægt er að sjá leikskýrslu og tölfræði leiksins á vef IIHF
Á morgun, laugardag, er fallbaráttuleikur fyrir okkar strákar gegn Ísrael. Lið Ísrael er mjög áþekkt því ástralska að getu en þeir séu með einn til tvo leikmenn innan sinna raða sem sannarlega geta klárað og unnið leiki fái þeir færi til þess. Leikurinn hefst kl.14:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Youtube.
Við hverjum áhugafólk um landsliðið að fylgja með okkur á Facebook, Instagram og Tiktok til að sjá skemmtilegar myndir og myndbrot frá mótinu hér í Serbíu.