Fréttir

2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A

A landslið karla er komið til Galati, Rúmeníu og mun taka þátt í heimsmeistaramóti karla í annarri deild, riðli A, eða 2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A. Mótið fer fram 3. til 9. apríl næstkomandi. Þáttökuþjóðir auk Íslands, eru Spánn, Ástralía, Rúmenía, Belgia og Serbía.

3.fl Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistari 2017

Skautafélag Akureyrar, 3. flokkur er Íslandsmeistari 2017 í íshokkí. Lið SA samanstendur af frábærum drengjum og stúlkum og hafa þau sýnt og sannað í vetur að þau eru vel að þessum sigri komin. Innilegar hamingjuóskir frá Íshokkísambandi Íslands og gangi ykkur öllum vel í framtíðinni.

Cougars U13 í Svíþjóð

Nú um helgina er U13 lið frá Skautafélagi Akureyrar og Birninum á íshokkí móti í Farsta Ishall sem er suður af Stokkhólm. Fjögur lönd keppa á þessu móti, Ísland, Svíþjóð, Noregur og Finland.

Íshokkí á næstunni

Hertz deild karla og kvenna er lokið þetta starfsárið en annað íshokkí heldur áfram. Næstu daga eru leikir í 3. flokk, 5.6 og 7. flokkur með mót í Skautahöllinni Laugardal og A-landslið karla fer til Rúmeníu á heimsmeistaramót.

UMFK Esja Íslandsmeistari 2017

Þriðji leikur í úrslitum í Hertz-deild karla

SA Víkingar og UMFK Esja áttust við í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í úrslitum karla í Hertz-deild karla. Leikurinn átti sér stað í Skautahöllinni á Akureyri fyrir fullu húsi aðdáenda. Esju­menn lögðu SA Víkinga 3:2 í leikn­um og geta klárað ein­vígið á laug­ar­dag með sigri og orðið Íslands­meist­ar­ar í fyrsta skipti.

Annar leikur í úrslitum í Hertz-deild karla

Úrslitakeppni meistaraflokks karla heldur áfram í kvöld, fimmtudaginn 23. mars í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikur klukkan 19:30. Um er að ræða leik númer tvö í úrslitakeppninni þar sem SA Víkingar taka á móti UMFK Esju. Fyrsta leik í úrslitakeppni lauk með sigri Esju. Spilaðir verða 5 leikir á níu dögum ef til þess þarf og það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.

Esja 4 - SA 3, fyrsti leikur í úrslitum

UMFK Esja tók á móti Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar í Laug­ar­dal í gærkvöldi í fyrsta leik liðanna í úr­slit­um Hertz-deild­ar karla í ís­hokkí. Leikurinn var stórskemmtilegur og hraður, Esja komst í 3:0 fyr­ir síðasta leik­hlut­ann, en þar skoraði SA þrjú mörk og jafnaði leik­inn. Björn Ró­bert Sig­urðar­son skoraði sig­ur­mark Esju eftir tæpar 3 mínútur voru liðnar í framlengingu. Mjög margir komu í Skautahöllina í Laugardal, stúkan var nánast full og frábær leikur Esju og SA. Næsti leikur í úrslitum er í Skautahöllinni á Akureyri, kl 19:30 á fimmtudaginn kemur. Nú er um að gera að fylgjast með, skella sér í höllina og hvetja sitt lið áfram. Þeir sem verða fjarri góðum leik, geta fylgst með í beinni útsendingu á www.oz.com/ihi

U18 - mikilvægur dagur framundan

Mikill hokkídagur framundan í Belgrade, Serbíu. Staðan mögnuð og spennan mikil. Astralía, Spánn, Serbía og Holland eru öll með 9 stig fyrir daginn í dag, Belgia og Ísland reka lestina og eiga þessi tvö síðast nefndu leik núna kl 16:30 í dag og er því einn mikilvægasti leikur Íslands í mótinu. Með sigri í þessum leik halda drengirnir sér í núverandi styrkleikaflokki.

Ynjur Íslandsmeistarar 2017

Ynjur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með 4 – 1 sigri á Ásynjum í fjörugum leik. Sem fyrr var allt í járnum á milli liðanna framan af og fóru Ásynjur betur af stað en þrátt fyrir það voru það Ynjur sem skoruðu fyrsta mark leiksins og það eina í 1. lotu. Í 2. leikhluta jöfnuðu Ásynjur metin en Ynjur náðu aftur forystunni skammt fyrir lok lotunnar. Í 3. lotu réðu svo Ynjur lögum og lofum á ísnum og bættu við tveimur mörkum og tryggðu sér verðskuldaðan 4 – 1 sigur.