24.10.2017
Í kvöld fara fram tveir leikir. Fyrri leikurinn hefst kl 19:30 og eru það Ynjur sem taka á móti Ásynjum í Skautahöllinni á Akureyri.
Síðari leikurinn er 2.fl leikur, sem leikinn verður í Egilshöll, þar sem Björninn tekur á móti SR. Hefst sá leikur kl 19:45.
Nú er um að gera að koma sér á leik, aðgangur ókeypis og tilvalið fyrir alla fjölskylduna.
12.10.2017
Landsliðsæfingar karla og U18 fara fram um helgina, 13. 15. október, í Egilshöll.
Landsliðsæfing karla hefst kl 08:00 á föstudagsmorgun.
Landsliðsæfing U18 hefst kl 18:00 á föstudagskvöldi.
11.10.2017
5.6. og 7. flokks mót í íshokkí verður um helgina í Skautahöllilnni á Akureyri. Um 160 börn munu taka þátt.
Mótið hefst laugardaginn 14. október kl 08:00 og lýkur svo um hádegisbil á sunnudag.
Mikið líf og fjör verður því á Akureyri um helgina og eigum við á stórskemmtilegri helgi.
09.10.2017
Kvennalandslið Íslands mun taka þátt á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Valdemoro á Spáni dagana 17. - 23. mars á næsta ári. Auk Íslands taka þátt Spánn, Rúmenía, Tyrkland, Nýja Sjáland og Kínverska Tapei (Tævan).
08.10.2017
Alexander Medvedev þjálfari og Miloslav Racansky aðstoðarþjálfari hafa valið landsliðsæfingahóp U18. Fyrsta landsliðsæfingin verður helgina 13.-14. október og verður hún í Egilshöll.
06.10.2017
Skautafélagið Björninn hefur beðið um félagsskipti fyrir Artjoms Dasutins frá Riga, Lettlandi. Á síðasta tímabili spilaði hann í 1. deildinni í Svíþjóð.
Skautafélag Reykjavíkur hefur beðið um félagsskipti fyrir Kristján Friðrik Gunnlaugsson frá UMFK Esju.
Félagsskiptagjöld hafa verið greidd og félagsskipti samþykkt.
06.10.2017
Hertz-deild karla heldur áfram um helgina með tveimur leikjum.
Á Akureyri tekur SA-Víkingar á móti Birninum og hefst leikur laugardaginn 7. október kl 16:30
Í Reykjavík tekur Esja á móti SR, í Skautahöllinni í Laugardal, þann 6. október kl 19:45
3.fl leikur verður einnig á Akureyri, laugardaginn 7. október kl 19:00, þegar Jötnar tekur á móti Birninum.
05.10.2017
Alþjóðlegi stelpu-hokkídagurinn verður á sunnudaginn og verður opið hús í tveimur skautahöllum fyrir allar stelpur.
Sunnudagurinn 8. október
Skautahöllin í Laugardal, kl. 13-14
Skautahöllin á Akureyri, kl. 13-15
Allar stelpur velkomnar og já líka drengir, mæður, pabbar og systkini. Fjölmennum, prófum barna hokkí og höfum gaman að.
04.10.2017
Landsliðsæfingahópur karla í íshokkí hefur verið valinn ásamt því að Jussi Sipponen hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari og Sigurður Sveinn Sigurðsson sem liðsstjóri. Tækjastjóri verður Karvel Þorsteinsson með aðstoð frá Marcin yfirtækjastjóra ÍHÍ.
Fyrsta landsliðsæfing verður helgina 13. til 15. október næstkomandi.
Hefst helgin á ístíma á föstudagsmorgun og er mæting í Egilshöll kl 08:00.
03.10.2017
Alexander Medvedev hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U18 landslið drengja í íshokkí.
Alexander hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari og ferill hans hér á EliteProspects, ýta hér. Alexander hefur verið undanfarið þjálfari og leikmaður Bjarnarins í Egilshöll.
Áætlað er að fyrsta landsliðsæfing U18 verði föstudagskvöldið 13. október og einnig laugardagskvöldið 14. október, ásamt öðru hópefli. Nánari dagskrá kemur síðar og landsliðshópurinn verður kynntur innan skamms.