15.12.2017
Hertz-deild karla heldur áfram með tveim leikjum um helgina, annar í Laugardalnum og hinn á Akureyri. Um að gera að mæta og horfa á frábæra leiki.
15.12.2017
Robbie Sigurðsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
15.12.2017
Eva María Karvelsdóttir var valin íshokkíkona ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eva María er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Ásynjum í Skautafélagi Akureyrar og hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí.
14.12.2017
Jussi Sipponen og Alexander Medvedev hafa valið landslið U20 í íshokkí sem fer til Sofia í Búlgaríu 22.-28. janúar 2018.
Landsliðsæfing verður helgina 5. 6. og 7. janúar 2018, dagskrá verður birt síðar.
13.11.2017
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen hafa valið landsliðs-æfingahóp fyrir landsliðsæfinguna 1.-3. desember næstkomandi
Landsliðsæfingin verður í Egilshöll. Nánari dagskrá send út síðar, en fyrsti fundur verður kl 18:00, föstudaginn 1. desember.
09.11.2017
Næstkomandi helgi er stór íshokkíhelgi.
Tveir leikir í Hertz-deild karla, einn leikur í Hertz-deild kvenna, einn 3.fl leikur og svo stórskemmtilegt 4.fl. mót á Akureyri.
03.11.2017
Landsliðsæfingahópur U20 hefur verið valinn.
Landsliðsæfing verður haldin 8. 9. og 10. desember og verður æfingin í Skautahöllinni á Akureyri.
02.11.2017
Síðasti dagur fyrir erlend félagaskipti voru 31. október síðastliðinn.
Þann dag bárust þrjár beiðnir um félagaskipti:
Andrej Mrazik frá Slóvakíu og Daniel Triesler frá Bandaríkjum til Umfk Esju, og svo Timothy Noting frá Svíþjóð til Skautafélags Akureyrar.
Félagaskiptagjöld hafa verið greidd og erlendu sérsamböndin hafa staðfest. Eru því ofangreindu leikmenn löglegir í næstu leiki Hertz-deildar karla á Íslandi.
27.10.2017
Skautafélag Reykjavíkur hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir tvo leikmenn.
Patrik Löbl og Daniel Vlach, báðir frá Tékklandi. Félagaskiptagjald hefur verið greitt, erlenda sambandið hefur samþykkt félagaskipti og eru því leikmenn löglegir.
25.10.2017
Næstu æfingabúðir kvennalandsliðsins verða á Akureyri í desember. Jenny Potter hefur sett saman lista af leikmönnum sem boðin er þátttaka, alls eru þetta 27 leikmenn en 20+2 leikmenn halda svo utan á heimsmeistaramótið á Spáni í mars næstkomandi.