Fréttir

Vierumaki - IIHF æfingabúðir

Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) er með æfingabúðir í Vierumaki, Finlandi, þessa vikuna. Þrír íslendingar taka þátt í æfingabúðunum, Kári Arnarsson úr Skautafélagi Reykjavíkur, Róbert Máni Hafberg úr Skautafélagi Akureyrar og svo yfirtækjastjóri Íshokkísambands Íslands Marcin Mojzyszek sem er einnig félagsmaður Bjarnarins í Egilshöll.

Stjórn ÍHÍ og nefndir

Á fyrsta stjórnarfundi ÍHÍ var ákveðið að skipun stjórnar yrði eftirfarandi: Formaður Árni Geir Jónsson Varaformaður Helgi Páll Þórisson Gjaldkeri Sigurður Sigurðsson Ritari Björn Davíðsson Meðstjórnandi Guðrún Kristín Blöndal Varamaður Arnar Þór Sveinsson Varamaður Óli Þór Gunnarsson Varamaður Þórhallur Viðarsson

Ísland - Kanada, æfingaleikur í Egilshöll

Kanadíski flugherinn sér um loftrýmisgæslu hér á landi þessa dagana og innan þeirra raða er íshokkílið. Alls verða hér um 180 liðsmenn sem taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO og Landhelgisgæslu Íslands. Flugsveitin er hér á landi með nokkrar orrustuþotur og ein þeirra tók þátt í flugsýningu hér í Reykjavík um daginn, og vakti talsverða athygli. Kanadíska liðið mætti í Egilshöll síðastliðinn þriðjudag og tók á móti úrvalsliði okkar manna og endaði leikurinn 16-7 fyrir Ísland. Lið Kanadamanna skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og svo tóku okkar úrvalslið í taumana, jöfnuðu leikinn og bættu svo í jafnt og þétt. Stórskemmtileg stund fyrir bæði lið.

Íshokkíþing 2017 - ný stjórn

8. Íshokkíþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið laugardaginn 27. mai 2017 og fór þingið fór fram í Reykjavík, í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambandsins að Engjavegi 6. Dagskráin var hefðbundin samkvæmt 8. grein laga ÍHÍ. Ný stjórn Íshokkísambandsins var kosin og er hún eftirfarandi: Árni Geir Jónsson, formaður. Helgi Páll Þórisson Björn Davíðsson Sigurður Sigurðsson Guðrún Kristín Blöndal

Íshokkíþing 2017

8. þing Íshokkísamband Íslands verður haldið laugardaginn 27. mai, kl 11:00. Þingið fer fram í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambandsins að Engjavegi 6, kl 11:00.

Björninn Íslandsmeistari 2017 - 2.fl.

2.fl. Bjarnarins er Íslandsmeistari í íshokkí 2017. Í kvöld áttust við Björninn og SA í æsispennandi leik í Egilshöll sem endaði 7-2 fyrir Birninum. Einn leikur er þó eftir og verður hann leikinn á Akureyri 6. mai næstkomandi. Þarna komu saman frábærir leikmenn af báðum kynjum, í hröðum og skemmtilegum leik. Úrval leikmanna sem gaman verður að fylgjast með næstu árin. Framtíðin er björt hjá þessu unga fólki sem mun halda áfram að byggja upp frábæra og skemmtilega íþrótt. Til hamingju með sigurinn, áfram við öll.

Björninn - SA, 2.fl

Einn leikur í 2.fl íshokkí verður í kvöld, í Egilshöll þegar Björninn tekur á móti Skautafélagi Akureyrar. Staðan í 2.fl er með þeim hætti að Björninn er í efsta sæti, þar á eftir kemur SA og SR í því þriðja. Eigum við von á stórskemmtilegum leik, húsið opnar kl 19:00 og leikur hefst um kl 20:00 Björninn hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og verður verðlaunaafhending í leikslok.

Gleðilegt sumar, kveðja frá formanni

Kæra íshokkífólk, Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í því með ykkur að byggja upp íþróttina sem okkur öllum þykir svo vænt um og höfum svo gaman af. En nú er komið að því að leiðir skilji.

Íshokkí í kvöld, þriðjudag 18. apríl 2017

Stórskemmtilegur íshokkíleikur er í kvöld, þegar Björninn og SR í 2fl. mætast í Egilshöll. Leikurinn hefst kl 19:45 og má búast við hörkuleik eftir langt páskafrí. Sjáumst eldhress í Grafarvoginum og hvetjum liðin áfram. Liðin eru blönduð strákum og stelpum, sem gerir leikinn enn betri. Kaffi og kruðerí á boðstólnum.

Ísland - Rúmenía kl 17:00 Fimmtudag

Þriðji leikur 2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A er Ísland-Rúmenía og hefst leikur kl 17:00 á íslenskum tíma. Beina útsendingu má finna á heimasíðu Alþjóða Sambandsins IIHF. Ýta hér. Stöndum saman og öskrum okkur hás hér heima. Nánari fréttir og beina lýsingu má finna hjá Andra Yrkil á www.mbl.is/sport/ishokki Ýta hér.