23.11.2018
Alexander Medvedev og Miloslav Racansky landsliðsþjálfarar U18 hafa valið landsliðsæfingahópinn sem mun koma saman á landsliðsæfingu 7.-9. desember næstkomandi í Skautahöllinni í Laugardal.
23.11.2018
Um helgina fara fram tveir leikir í Íslandsmóti U20. Skautafélag Akureyrar (SA) kemur til Reykjavíkur og heimsækir Skautafélag Reykjavíkur (SR) í kvöld, föstudagskvöld 23. nóvember og hefst leikur kl 19:45. Á laugardag er svo leikur í Egilshöll þegar Fjölnir-Björninn tekur á móti SA og hefst leikur einnig kl 19:45.
20.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Íshokkísambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til ÍHÍ vegna verkefna ársins er 9.200.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni ÍHÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 4.900.000 kr.
19.11.2018
Þriðji leikur í Hertz-deild kvenna fór fram á Akureyri laugardaginn 17.nóvember og vann Skautafélag Akureyrar sannfærandi sigur á liði Reykjavíkur, 7-0. Markmenn SA höfðu ansi lítið að gera þar sem Reykjavík átti 11 skot á mark Skautafélags Akureyrar á móti 69 skotum sem SA átti á Karítas Halldórsdóttur, sem stóð vaktina í marki Reykjavíkur. Átti hún á köflum stórleik og sýndi flott tilþrif á milli stanganna.
13.11.2018
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa valið æfingahópinn sem mun koma saman á landsliðsæfingu 7. og 8. desember næstkomandi í Skautahöllinni í Laugardal.
Landslið Íslands mun taka þátt í 2019 IIHF World Championship Div II B, 21. - 27. apríl 2019.
07.11.2018
Landsliðsæfingahópur U20 hefur verið valinn og æfing verður næstkomandi helgi, 9. til 11. nóvember.
Landsliðsæfingin verður haldin á Skautasvellinu Egilshöll og hefst hún föstudagskvöldið kl 18:00.
07.11.2018
Íslandsmót Íshokkísambands Íslands U14 (4.fl) verður helgina 10. og 11. nóvember í Skautahöllinni á Akureyri.
Í heildina mun fimm lið taka þátt, þrjú lið í A hóp og tvö lið í B hóp.
24.10.2018
Fyrsti leikur í Hertz-deild kvenna í íshokkí fór fram í gær í Laugardalnum þegar áttust við lið Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og mikil barátta átti sér stað af hálfu beggja liða en honum lauk með sigri Skautafélags Akureyar sem skoruðu 6 mörk á móti 2 mörkum liði Reykjavíkur.
24.10.2018
Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Jouni Sinikorpi um aðstoðarþjálfarastöðu kvennalandsliðsins. Aðalþjálfari landslið kvenna er Jón Benedikt Gíslason hjá Skautafélagi Akureyrar og munu þeir félagar stýra landsliðinu í vetur og stefna á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Brasov, Rúmeníu 1. til 7. apríl 2019. Mótherjar Íslands verða Nýja Sjáland, Taiwan, Króatía, Rúmenía og Tyrkland.