Alexander Medvedev hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U18 landslið drengja í íshokkí.
Alexander hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari og ferill hans hér á EliteProspects, ýta hér. Alexander hefur verið undanfarið þjálfari og leikmaður Bjarnarins í Egilshöll.
Áætlað er að fyrsta landsliðsæfing U18 verði föstudagskvöldið 13. október og einnig laugardagskvöldið 14. október, ásamt öðru hópefli. Nánari dagskrá kemur síðar og landsliðshópurinn verður kynntur innan skamms.
Heimsmeistaramót U18 fer fram í Zagreb Króatíu þann 24. til 30. mars 2018. Mótherjar auk Króatíu og Íslands verða Spánn, Serbia, Holland og Kína.
Innilega til hamingju með frábæran landsliðsþjálfara, og velkominn til starfa Alexander Medvedev.
Á meðfylgjandi mynd er Alexander með Stefáni Þórissyni, landsliðsnefndarmanni úr Birninum.