19.08.2019
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama íshokkí iðkenndur. Frábært tækifæri til að kynna sér reglurnar betur og góður undirbúningur fyrir komandi tímabil.
27.05.2019
Landsliðsverkefni Íshokkísambands Íslands verða fjölmörg á komandi tímabili. Landslið Íslands í íshokkí munu taka þátt í fjórum heimsmeistaramótum, vetur og vor 2020.
21.05.2019
Ársþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið á Akureyri 11. mai síðastliðinn og kosin var ný stjórn ÍHÍ.
16.04.2019
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen þjálfarar landslið karla í íshokkí 2019 hafa valið landsliðshópinn sem heldur utan til Mexico og tekur þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí 21. - 27. apríl næstkomandi.
Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Mexico, Nýja Sjáland, Georgia, Norður Kórea og Ísrael. Mótið fer fram í skautahöllinni Pista De Hielo Centro Santa Fe sem er í verslunarmiðstöðinni Santa Fe.
09.04.2019
Íshokkíþing, verður haldið á Akureyri 11. mai 2019. Þingið hefst kl 11.
26.03.2019
Landsliðshópurinn mun leggja af stað í nótt til Stokkhólm þar sem leiknir verða tveir leikir á móti sænskum félagsliðum. Landsliðið mun svo halda áfram för sinni til Brasov Rúmeníu og tekur þar þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí, 2019 IIHF Women´s World Championship Div II B. Nánari upplýsingar um mótið og streymi frá leikjum má finna á heimasíðu alþjóðaíshokkísambandsins, ýta hér.
24.03.2019
Landslið U18 í íshokkí hefur verið síðustu daga á landsliðsæfingu í Bratislava, Slóvakíu.
Landsliðið spilaði æfingaleik á móti Mexikó og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 6-4.
Landsliðshópurinn flaug frá Bratislava til Búlgaríu í dag og tekur svo þátt í 2019 IIHF U18 World Championship Div III.
24.03.2019
Um helgina fór fram á Akureyri bikarmót Íshokkísambands Íslands fyrir aldurshóp U14. Skautafélag Akureyrar var framkvæmdaraðili mótsins og tók á móti liðum frá SR og Fjölni.
19.03.2019
SA-Víkingar urðu um helgina Íslandsmeistarar karla í íshokkí 2019 .
Í úrslitaeinvíginu í ár mætti SA liði SR og lauk því einvígi á laugardag með þriðja sigri Akureyringa.
SA-Víkingar höfðu unnið tvo fyrstu leiki einvígisins 3-2 og lokaleikurinn fór 4:1.