Fréttir

Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Bjarninn lagði á laugardaginn Víkinga í fyrsta deildarleik ársins með fimm mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Hokkíhelgin

Það verður fjör hér sunnan heiða á hokkíhelgi því þrír leikir eru á dagskránni og í þeim mun fljótt koma í ljós hvaða leikmenn koma vel undan jólum og áramótum. Allir fara leikirnir fram á morgun, laugardag.

Áramótakveðja

Íshokkísamband Íslands óskar íshokkífólki góðs og gæfuríks komandi árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Um leið minnum við á að við hefjum leikinn strax.................

Úrskurður Aganefndar 30.12.2014

Ásynjur - SR umfjöllun

Ásynjur tóku á móti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmótinu í kvennaflokki síðastliðinn laugardag og lauk leiknum með stórum sigri heimakvenna í Ásynjum sem gerðu þrettán mörk án þess að gestirnir úr SR næðu að svara fyrir sig.

Jólahokkíhelgi

Að þessu sinni er jólahokkíhelgi í gangi því í dag, laugardag, fara fram tveir leikir á Akureyri á íslandsmóti.

Hátíðakveðja

U20 JACA - SPÁNN - FIMMTA FÆRSLA.

Miðvikudagur rann upp og aftur var kominn frídagur. Leikmenn fengu því að sofa út og voru ekki vaktir fyrr en rétt eftir klukkan átta.

Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Ásynjur og Ynjur áttus við í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Ynja. Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en í hin tvö skiptin hafa Ásynjur haft töluverða yfirburði og unnið örugga sigra.

U20 JACA - SPÁNN - FJÓRÐA FÆRSLA.

Ekki er hægt að fullyrða með algjörri vissu að allir leikmennirnir hafi verið vaknaðir klukkan 6.30 en í það minnsta mættu þeir allir í morgunverð á þeim tíma. Hálftíma æfing var á dagskránni klukkan 07.45 en andstæðingar okkar að þessu sinni, Króatar, ákváðu að sofa út. Æfingin var let enda mest verið að leggja áherslu á að vekja líkama leikmanna upp fyrir leik dagsins sem að þessu sinni hófst klukkan 13.00.