Fréttir

Úrskurður Aganefndar 16.03.2015

Handbók

Handbókin er komin út og einsog vanalega má finna í henni á einum stað allt sem skiptir máli varðandi ferðalagið.

Úrslitakeppni karla - 1. leikur

Úrslitakeppnin um hvaða lið hampar íslandsmeistaratitlinum í íshokkí karla 2015 hefst á sunnudaginn þegar Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar leika fyrsta leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Það lið sem verður fyrr til að vinna fjóra leiki hampar titlinum.

DAGBÓK KVENNALANDSLIÐSINS - 5. FÆRSLA

Stelpurnar okkar áttu stórleik í gær. Hvílíkur karakter og leikgleði hjá þessu liði!

Dag og tímasetningar í úrslitakeppni karla

Mótanefnd ásamt SR og SA hafa komið sér saman um framkvæmd úrsitakeppninnar um íslandsmeistaratitilinn.

Úrskurður Aganefndar 10.03.2015

Dagbók kvennalandsliðsins - 4. færsla

Í gær var dagurinn tekinn af hörku. Vaknað snemma, morgunmatur, æfing, slökun og svo leikur þar sem stelpurnar okkar spiluðu við Ástralíu.

SA Víkingar - SR umfjöllun

Síðari leikur helgarinnar og jafnframt lokaleikur íslandsmóts karla var leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fór á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu tvö mörk án þess að Víkingar næður að svara fyrir sig.

Esja - Björninn umfjöllun

Fyrri meistaraflokksleikur helgarinnar í karlaflokki var leikur UMFK Esju og Bjarnarins síðastliðinn föstudag. Leiknum lauk með sigri Esju sem gerði níu mörk gegn einu marki Bjarnarmanna.

DAGBÓK KVENNALANDSLIÐS - 3. FÆRSLA

Í morgun var ræs og smá morgunmatur um kl 6.30. Strax eftir morgunmat var rölt af stað í höllina og æfing 07.15 í klukkutíma. Eftir æfinguna var það góður morgunmatur hér á hótelinu og Sarah og Anna Sonja tóku línufundi með þeim. Um kl.11 var lagt af stað í höllina og þær gerðu sig klárar í fyrsta leikinn sinn sem var jafnfram fyrsti leikur mótsins.