20.03.2015
Í morgun lagði landslið skipað leikmönnum 18 ára og yngri upp í langferð en liðið mun taka þátt í 3. deild HM sem fram fer í Taívan. Hópurinn flýgur í gegnum Svíþjóð og þaðan til Dubaí áður en komið er á áfangastað.
19.03.2015
Þriðji leikur í úrslitakeppni karla fer fram í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mætast á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30.
17.03.2015
Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar áttus við í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni karla. Leiknum lauk með sigri SR sem gerði fimm mörk gegn fjórum mörkum gestanna í SA. Úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og vítakeppni. Næst mætast liðin á Akureyri nk. fimmtudag og hefst sá leikur klukkan 19.30.
16.03.2015
Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar mættust í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Laugardalnum í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri gestanna í SA sem gerðu fjögur mörk án þess að heimamenn í SR næðu að svara fyrir sig. Það lið sem verður á undan að vinna fjóra leiki hampar titlinum. Liðin mætast aftur í kvöld í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 19.00
16.03.2015
Handbókin er komin út og einsog vanalega má finna í henni á einum stað allt sem skiptir máli varðandi ferðalagið.
13.03.2015
Úrslitakeppnin um hvaða lið hampar íslandsmeistaratitlinum í íshokkí karla 2015 hefst á sunnudaginn þegar Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar leika fyrsta leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Það lið sem verður fyrr til að vinna fjóra leiki hampar titlinum.
11.03.2015
Stelpurnar okkar áttu stórleik í gær. Hvílíkur karakter og leikgleði hjá þessu liði!
11.03.2015
Mótanefnd ásamt SR og SA hafa komið sér saman um framkvæmd úrsitakeppninnar um íslandsmeistaratitilinn.