Fréttir

Úrtaka fyrir kvennalandslið

Úrtaka (tryout) fyrir landslið kvenna fer fram dagana 30. - 31. ágúst nk á Akureyri.

Dómaranámskeið á Akureyri

Dagskrá dómaranámskeiðsins á Akureyri er nú tilbúin en námskeiðið verður haldið laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september.

Nýr Yfirdómari

Ólafur Ragnar Ósvaldsson hefur látið af störfum sem Yfirdómari ÍHÍ (Referee in chief).

Bætum okkur á hverju ári

Á heimasíðu Alþjóða Íshokkísambandsins má sjá skemmtilegt viðtal við Dennis Hedström sem varið hefur mark karlalandsliðs Íslands undanfarin ár.

Dómaranámskeið

Nú fer að styttast í að leiktímabilið hefjist. Ýmis konar undirbúningur er í gangi og m.a. verða haldin dómaranámskeið bæði á Akureyri og í Reykjavík ef næg þátttaka fæst.

Alþjóðleg skráning dómara

hokkísamband Íslands auglýsir eftir skráningu dómara sem geta tekið að sér dómgæslu á alþjóðlegum íshokkíleikjum og mótum á vegum IIHF tímabilið 2013-2014.

Íshokkíþing

Í gær sunnudag hélt Íshokkísamband Íslands sitt 6. Íshokkíþing og fór það fram í fundarsölum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

HM-mót komandi tímabils

Á þingi Alþjóða Íshokkísambandsins sem fram fór í Stokkhólmi í liðinni viku var gengið frá hvar HM-mót sem íslensku landsliðin taka þátt í fara fram.

4. flokkur - lokastaða

Okkur gekk eitthvað erfiðlega að fá lokaniðurstöðu hjá 4. flokki en þetta hafðist þó á endanum.

HM í Zagreb - Pistill 5 - Sigur á Serbíu, 5 - 1 og bronsverðlaun um hálsinn

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí gerði sér lítið fyrir og tryggði sér bronverðlaunin hér á HM í Zagreb með öruggum 5 – 1 sigri á Serbíu. Liðið spilaði sinn besta leik á þessu móti í kvöld og nánast lék sér að Serbunum sem áttu ekkert í öflugt lið víkinganna úr norðri. Þetta er besti árangur liðsins frá upphafi og þrátt fyrir liðið hafi í tvígang áður krækt sér í brons í 2.deild þá er þetta í fyrsta skiptið síðan fyrirkomulagi IIHF var breytt og deildinni skipt í efri og neðri deild. Ísland var hér í kvöld að ná sér í bronverðlaun í efri hluta 2. deildar og til þess að ná þeim árangri þurfti liðið að leggja að velli bæði Ástralíu og Spán í fyrsta skiptið og svo Serbíu úrslitaleik um bronsið en, liðið hafði aðeins einu sinni áður lagt lið Serba að velli og það var í fyrra.