20.04.2013
Í dag var stór dagur fyrir íslenskt íshokkí þegar Ísland lagði Spán í fyrsta skiptið með sannfærandi 6 – 3 sigri hér á HM í Zagreb. Eftir að hafa fylgst með spænska liðinu hér á þessu móti þá var okkur ljóst að við ættum góða möguleika gegn þeim. Leikurinn var mjög jafn og spennandi þrátt fyrir þriggja marka mun, en leikurinn hrundi hjá þeim spænsku á lokamínútunum. Björn Sigurðsson og Orri Blöndal skoruðu sín fyrstu mörk fyrir karlalið í þessum leik og í leikslok var Ólafur Björnsson valinn besti leikmaður íslenska liðsins
18.04.2013
Þá er þriðja keppnisdegi lokið hér í Zagreb og þar biðum við lægri hlut fyrir gestgjöfunum Króötum. Það var svo sem vitað fyrir fram að það yrði við ramman reip að draga en strákarnir geta engu að síður borið höfuðuð hátt eftir leikinn því þeir börðust vel og lengst af var leikurinn í járnum. Staðan eftir 2. lotu var 1 – 0 og ekkert annað lið hér á mótinu hafði staðið eins í Króatíu. Dennis átti stórleik í markinu og varði m.a. eitt víti, sitt 5. á mótinu.
16.04.2013
Annar keppnisdagur hér í Zagreb var til muna ánægjulegri en sá fyrsti. Dagskráin var sú sama, morgunmatur kl. 9:00 og svo tók við video fundur þar sem Darren Rumble var búinn að fara nákvæmlega yfir leik gærdagsins og taka saman bæði góða og slæma spretti úr leiknum.
14.04.2013
Nú er fyrsta keppnisdegi íslenska karlalandsliðsins í íshokkí lokið hér í höfuðborg Króatíu, Zagreb. Ferðalagið hingað gekk vel, allt gekk eins og smurð vel, allar áætlanir stóðust og allir komust á leiðarenda ásamt öllum farangri.
Hér á keppnisstað er jafnframt allt eins og best verður á kosið, hótelið gott og skautahöllin við hliðina á hótelinu og veðrið leikur við okkur enda hér farið að vora, fuglarnir syngja í trjánum og hitastigið er um 20°.
14.04.2013
Íslenska karlalandsliðið er nú statt í Zagreb og mun taka þátt í heimsmeistaramótinu sem verður sett í dag, en Íslands leikur einmitt opnunarleikinn gegn Belgíu kl. 13:00. Auk Íslands keppa á mótinu Belgía, Serbía, Króatía, Spánn og Ástralía.
07.04.2013
Sunnudagur 7.apríl. Ísland-Belgia 2-1 (sigurmark í framlengingu). Síðasti leikur Íslenska liðsins á HM IIb í Puigcerda á Spáni í dag var við Belgiu. Katrín Ryan skoraði mark í fyrsta leikhluta eftir stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttur. Anna Sonja Ágústsdóttir skoraði sigurmarkið, eftir stoðsendingu Hrundar Einarsdóttur Thorlacius. Maður leiksins var valin Elva Hjálmarsdóttir. Sarah Smiley var valin leikmaður Íslenska liðsins á mótinu.
06.04.2013
Ísland-Spánn 1-4. Kristín Ingadóttir var aftur á ferðinni og skoraði eina mark Íslands eftir stoðsendingu frá Steinunni Sigurgeirsdóttur. Annar nýliði í landsliðinu markvörðurinn Íris Hafberg stóð í markinu fyrstu tvo leikhlutana í sínum fyrsta landsleik. Hrund Thorlacius var valin maður leiksins Íslenska liðsins.
05.04.2013
Úrslit gærdagsins Kórea-Ísland 4-1. Kristín Ingadóttir átti eina mark okkar liðs eftir stoðsendingar Steinunnar Sigurgeirsdóttur og Söruh Smiley. Guðlaug Þorsteinsdóttir markmaður var valin maður leiksins í Íslenska liðinu.
04.04.2013
Miðvikudagur 3.apríl Króatía - Ísland 5-4
Sarah Smiley átti stórleik og Guðlaug markmaður stóð sig líka vel, varði meðal annars vítaskot.