Víkingar báru siguorð af SR Fálkum með fimm mörkum gegn tveimur á íslandsmóti karla í leik sem fram fór síðasliðinn laugardag. SR Fálkar mættu ferskir til leiks í fyrstu lotu og náðu 0 – 2 með mörkum frá Pétri Maack. Fyrra markið kom um miðja lotu en það síðara undir lok lotunnar.
Víkingar náðu hinsvegar að svara fyrir sig og jafna leikinn með mörkum frá Sigurði Reynissyni og Orra Blöndal í annarri lotu.
Víkingar sóttu hinsvegar hart að gestunum í þriðju og síðustu lotunni og uppskáru þrjú mörk. Tvö þeirra átti Jóhann Már Leifsson en það þriðja varnarmaðurinn Björn Már Jakobsson.
Næsti leikur er á morgun þriðjudag en þá mætast Björninn og Jötnar í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 19.30
Mörk/stoðsendingar Víkingar
Jóhann Már Leifsson 2/0
Orri Blöndal 1/2
Björn Már Jakobsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1
Refsingar Víkingar: 38 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:
Pétur Maack 2/0
Bjarki R. Jóhannesson 0/2
Egill Orri Friðriksson 0/1
Baldur Líndal 0/1
Refsingar SR Fálkar: 40 mínútur.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson
HH