Víkingar og Húnar mættust á íslandsmótinu í íshokkí sl. laugardag í fyrsta leik fjórðu leikumferðar í karlaflokki. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu átta mörk gegn einu marki Húna.
Húnar sem mættu ágætlega mannaðir til leiks voru strax komnir tveimur mörkum undir eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Það var Andri Freyr Sverrisson sem opnaði markareikning Víkinga í leiknum og á sömu mínútu bætti Sigurður Reynisson við öðru marki fyrir þá.
Skömmu eftir miðja lotu nýttu Víkingar sér síðan að vera einum fleiri þegar Gunnar Darri Sigurðsson bætti við þriðja markinu en lokaorðið átti Jóhann Már Leifsson fyrir Víkinga réttu áður en flautan gall í leikhlé.
Víkingar héldu áfram uppteknum hætti í annarri lotu. Jóhann Már Leifsson bætti við marki fljótlega í lotunni stuttu fyrir lotulok bætti Andri Freyr Sverrisson við tveimur mörkum á innan við einni mínútu og fullkomnaði um leið þrennu sína.
Þriðja lotan var síðan jafnari en tvær þær fyrri. Hjalti Jóhannsson kom Húnum á blað fljótlega í lotunni en stutt er síðan Hjalti skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki karla. Gamla brýnið Björn Már Jakobsson átti hinsvegar lokaorðið í leiknum með marki fyrir Víkinga.
Með sigrinum komust Víkingar á toppinn með tveimur stigum meira en Björninn, sem á leik til góða.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Andri Freyr Sverrisson 3/1
Jóhann Már Leifsson 2/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Ben DiMarco 0/4
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Orri Blöndal 0/1
Refsingar Víkinga: 24 mínútur
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Hjalti Jóhannsson 1/0
Falur Guðnason 0/1
Viktor Freyr Ólafsson 0/1
Refsingar Húna: 51 mínútur
Mynd: Ásgrímur Ágústsson
HH