Jötnar - Húnar umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Jötnar og Húnar mættust á íslandsmótinu í íshokkí á Akureyri í gærkvöld. Þetta var jafnframt fyrsti heimaleikur Jötna á tímabilinu en þeir unnu leikinn með sex mörkum gegn þremur og náðu með því í sín fyrstu stig á tímabilinu..

Stefán Hrafnsson var kominn aftur til liðs við norðanmenn og því er smátt og smátt að fjölga í herbúðum þeirra.   Jötnar komust í tvö núll í fyrstu lotu með mörkum frá fyrrnefndum Stefáni Hrafnssyni en síðara markið átti Jóhanni Leifsson. Í annarri lotunni kom Helgi Gunnlaugsson Jötnum s í 3 – 0  en Elvar Snær Ólafsson minnkaði muninn fyrir Húna. Rétt fyrir lotulok fengu Húnar síðan víti eftir að Elvar Jónsteinsson hafði brotið af sér en Falur Guðnason skaut framhjá. Þess í stað kom Jóhann Leifsson Jötnum í þægilega 4 – 1 stöðu strax í byrjun þriðju lotu og Ben DiMarco bætti stuttu síðar við öðru marki. Húnar voru hinsvegar ekki af baki dottnir og skoruðu næstu tvö mörk og breyttu stöðunni í 5 – 3. Bæði mörkin komu þegar Húnar voru manni fleiri á svellinu. Ben DiMarco átti hinsvegar lokaorðið í leiknum og tryggði Jötnum öruggan sigur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Ben DiMarco 2/2
Jóhann Leifsson 2/0
Helgi Gunnlaugsson 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1
Andri Sverrisson 0/3
Ingvar Jónsson 0/2
Ingólfur Elíasson 0/1

Refsingar Jötna: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar

Brynjar Bergmann 1/2
Elvar Snær Ólafsson 1/0
Falur Guðnason 1/0
Andri Helgason 0/1
Trausti Bergmann 0/1

Refsingar Húnar: 8 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH