Fréttir

Stjórn ÍHÍ

Árni Geir Jónsson formaður Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) hefur beðið lausnar frá störfum vegna persónulegra aðstæðna. Stjórn ÍHÍ þakkar Árna Geir fyrir vel unnin störf í áraraðir og óskar honum velfarnaðar. Árni hefur verið í stjórn ÍHÍ um árabil og þar af sem formaður sambandsins undanfarna 18mánuði. Þar áður var hann í stjórn Bjarnarins og meðal annars formaður klúbbsins.

U15 hokkístelpur á leið til Bandaríkjanna

6.-12. janúar 2019 munu 15 hokkístelpur í aldurshópi U15 fara til Bandaríkjanna í keppnisferð. Um er að ræða ICWG (International children winter games) í Lake Placid sem eru Alþjóðlegir vetrarleikar fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Þetta er keppni bæjarfélaga þannig að liðið keppir í nafni Akureyrar á mótinu.

Leikja- og dómaraeftirlit ÍHÍ

Helgi Páll Þórisson, Viðar Garðarsson og Jón Heiðar Rúnarsson hafa tekið að sér leikja- og dómaraeftirlit í leikjum Hertz-deildar karla og kvenna og svo einnig U20. Verður þessu fyrirkomulagi beitt í flestum leikjum í vetur og verkefnið svo þróað frekar í framhaldinu. -

Landsliðsæfingahópur U18 - landsliðsæfing

Alexander Medvedev og Miloslav Racansky landsliðsþjálfarar U18 hafa valið landsliðsæfingahópinn sem mun koma saman á landsliðsæfingu 7.-9. desember næstkomandi í Skautahöllinni í Laugardal.

Leikir helgarinnar

Um helgina fara fram tveir leikir í Íslandsmóti U20. Skautafélag Akureyrar (SA) kemur til Reykjavíkur og heimsækir Skautafélag Reykjavíkur (SR) í kvöld, föstudagskvöld 23. nóvember og hefst leikur kl 19:45. Á laugardag er svo leikur í Egilshöll þegar Fjölnir-Björninn tekur á móti SA og hefst leikur einnig kl 19:45.

Íshokkísamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Nýverið var gengið frá samningi Íshokkísambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018. Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til ÍHÍ vegna verkefna ársins er 9.200.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni ÍHÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 4.900.000 kr.

Hertz-deild kvenna, SA-RVK laugardaginn 17.nóvember 2018

Þriðji leikur í Hertz-deild kvenna fór fram á Akureyri laugardaginn 17.nóvember og vann Skautafélag Akureyrar sannfærandi sigur á liði Reykjavíkur, 7-0. Markmenn SA höfðu ansi lítið að gera þar sem Reykjavík átti 11 skot á mark Skautafélags Akureyrar á móti 69 skotum sem SA átti á Karítas Halldórsdóttur, sem stóð vaktina í marki Reykjavíkur. Átti hún á köflum stórleik og sýndi flott tilþrif á milli stanganna.

Landsliðsæfingahópur A-landslið karla

Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa valið æfingahópinn sem mun koma saman á landsliðsæfingu 7. og 8. desember næstkomandi í Skautahöllinni í Laugardal. Landslið Íslands mun taka þátt í 2019 IIHF World Championship Div II B, 21. - 27. apríl 2019.

Landsliðsæfingahópur U20

Landsliðsæfingahópur U20 hefur verið valinn og æfing verður næstkomandi helgi, 9. til 11. nóvember. Landsliðsæfingin verður haldin á Skautasvellinu Egilshöll og hefst hún föstudagskvöldið kl 18:00.

Íslandsmót U14 (4.fl)

Íslandsmót Íshokkísambands Íslands U14 (4.fl) verður helgina 10. og 11. nóvember í Skautahöllinni á Akureyri. Í heildina mun fimm lið taka þátt, þrjú lið í A hóp og tvö lið í B hóp.