03.02.2020
Úrslitakeppni kvenna hefst þriðjudaginn 4. febrúar kl 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri.
Annar leikur í úrslitum verður í Egilshöll 6. febrúar kl 19:15.
Það lið sem verður fyrra til að vinna tvo leiki í úrslitum er Íslandsmeistari 2020.
29.01.2020
Skautafélag Akureyrar heldur barnamót í íshokkí helgina 1. og 2. febrúar 2020.
Um er að ræða aldurshópa U12, U10 og U8 eða 5. 6. og 7. flokk.
24.01.2020
Þrír leikir verða leiknir um helgina í Skautahöllinni á Akureyri.
Hertz deild karla, laugardagur 25. janúar. SA-Fjölnir kl 16:45.
Hertz deild kvenna, sunnudagur 26. janúar. SA-RVK kl 16:45
U16, laugardagur 25. janúar. SA-Fjölnir kl 19:30.
Deildarbikarinn í Hertz deild kvenna verður afhentur í lok leiks á sunnudag.
14.01.2020
Jón Benedikt Gíslason og Sami Petteri Lehtinen landsliðsþjálfarar kvenna í íshokkí hafa valið lokahópinn sem mun taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí sem haldið verður á Akureyri í febrúar 2020.
06.01.2020
Vladimir Kolek og Miloslav Racansky hafa valið lokahóp landslið U20, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti alþjóða íshokkísambandsins 13. – 19. janúar næstkomandi.