21.09.2020
Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) hefur ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og öðrum viðburðum á vegum ÍHÍ í samræmi við gildandi lög og reglugerðir opinberra aðila og tilmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
14.09.2020
Í kvöld, mánudagskvöldið 14. september verður dómaranámskeið hjá Skautafélagi Reykjavíkur kl 18:45 í Skautahöllinni í Laugardal.
Allir félagar í SR velkomnir.
07.09.2020
Miloslav Racanský og Rúnar Eff Rúnarsson landsliðsþjálfarar U18 hafa valið æfingahóp sem tekur þátt í landsliðsæfingu í Skautahöllinni í Laugardal 11. - 13. september 2020.
18.08.2020
Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins (skoða hér) um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem útgefin var 12. ágúst síðastliðinn hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og sóttvarnarlæknir staðfest sóttvarnarreglur Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) um sóttvarnir á æfingum og leikjum vegna COVID-19.
02.04.2020
Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur samþykkt að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019-2020.
Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari U18 og U16, Fjölnir Íslandsmeistari U14-A.
SA Víkingar fá keppnisréttinn í Continental Cup.