Fréttir

UMFK Esja - SA umfjöllun

Skautafélagi Akureyrar bara á laugardagskvöldið sigurorð af UMFK Esju með átta mörkum gegn þremur. Með sigrinum komu SA-menn menn sér í efsta sæti deildarkeppninnar með sjö stig að loknum þremur leikjum.

SR - Björninn umfjöllun

Björninn bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með tveimur mörkum gegn einu sl. föstudag. Með sigrinum kom Björninn sér í efsta sæti deildarkeppninnar með stigi meira en lið SA sem átti leik til góða.

Úrskurður Aganefndar 15.09.2014

Úrskurður Aganefndar 10.09.2014

Hokkíhelgin

Segja má að þessa hokkíhelgina verði hringnum lokað hvað meistaraflokk karla áhrærir. Þ.e. að loknum leikjum helgarinnar hafa öll liðin í deildinni mæst einusinni. Um helgina hefst einnig keppni í þriðja flokki en þetta tímabilið verður flokkurinn spilaður í stökum leikjum en ekki helgarmótum einsog undanfarin ár.

Félagaskipti

ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirfarandi leikmann og félag þeirra:

UMFK Esja - Björninn umfjöllun

UMFK Esja og Björninn buðu uppá markaregnsleik í Laugardalnum í gærkvöld. Það voru gestgjafarnir í Esju sem fóru með sigur af hólmi með því að gera 10 mörk gegn 5 mörkum Bjarnarins

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur sótti Skautafélag Akureyrar heim á íslandsmóti karla í gærkvöld. Það voru heimamenn í Skautafélagi Akureyrar sem fóru með sigur hólmi en þeir unnu leikinn með fimm mörkum gegn þremur mörkum SR-inga.

Leikir kvöldsins - UPPFÆRT Streymi frá Akureyri

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla.

Björninn - SA umfjöllun

Síðari viðureign helgarinnar var leikur Bjarnarins og SA í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum SA-manna eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma.