Fréttir

UMFK Esja - SR umfjöllun

UMFK Esja bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með átta mörk gegn fimm mörkum SR-inga. Þrátt fyrir að SR-ingar léku án sóknarmannanna Miloslav Racancky og Daníel Steinþórs Magnússonar náðu þeir að koma fleiri skotum á mark en Esja dugði það ekki til.

SA Ynjur - Björninn umfjöllun

Ynjur og Björninn hófu árið í Hertz-deild kvenna á Akureyri í gær, sunnudag, en þá báru heimakonur sigurorð af Birninum með tíu mörkum gegn engu.

SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Fyrsti leikurinn í Hertz-deild karla í íshokkí fór fram í kvöld þegar Björninn bar sigurorð af SA Víkingum með átta mörkum gegn fimm en leikurinn fór fram á Akureyri.

Landslið skipað leikmönnum 20 ára og yngri

Magnus Blarand þjálfari landsliðs leikmanna tuttugu ára og yngri hefur ásamt aðstoðaraþjálfara sínum, Gauta Þormóðssyni valið hópinn sem heldur tíl Mexíkó rétt fyrir miðjan janúar.

Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Síðasti leikur ársins í Hertz-deildinni var leikur Ásynja og Ynja og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tvö mörk án þess að Ynjur næðu að svara fyrir sig.

Leikir kvöldsins

Síðasti leikur í Hertz-deildinni á árinu er í kvöld en þá mætast Ásynjur og Ynjur í kvennaflokki. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

UMFK Esja og SA Víkingar mættust í síðari leik helgarinnar í Hertz-deild karla en leikurinn fór fram á laugardagskvöld.

SR - Björninn umfjöllun

Fyrri leikurinn í karlaflokki í Hertz-deildinni fór fram síðastliðinn föstudag þegar Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættust. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum SR-inga. Það þarf ekki að koma á óvart að leikurinn hafi verið jafn því þetta var fjórði leikurinn í röð, þegar þessi lið mætast, þar sem einu marki munar á liðunum í leikslok.

Íshokkíkona ársins

Íshokkíkona ársins 2015 er varnarmaðurinn Guðrún Marín Viðarsdóttir frá Akureyri.

Íshokkímaður ársins

Íshokkímaður ársins er sóknarmaðurinn Úlfar Jón Andrésson.