Fréttir

Leikheimild

Skautafélag Reykjavíkur hefur sótt um leikheimild fyrir eftirtalda leikmenn: Daniel Kolar Snorri Sigurbjörnsson Robbie Sigurdarson

Íslendingar og Amager Jets

Eins og kom fram hérna á síðunni okkar í síðustu vikur er töluverður fjöldi íslenskra hokkíleikmanna að leika með Amager liðinu í Danmörku.

Landsliðshópur

Fjórum ungum leikmönnum hefur verið bætt við í æfingahópinn hjá U18 ára liðinu.

Breyting á landsliðsæfingabúðum

Gerðar hafa verið breytingar á landsliðsæfingabúðum sem fyrirhugaðar eru um næstu helgi. Æfingar kvennaliðsins hafa verið færðar aftur til þarnæstu helgar og verður dagskráin fyrir þær auglýst nánar síðar.

SA Ásynjur - Björninn umfjöllun

Fyrsti leikurinn á íslandsmóti kvenna í íshokkí fór fram á laugardaginn en þá áttust við Ásynjur og Björnn. Leiknum lauk með sigri heimaliðsins, Ásynja, en þær gerður fimm mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarstúlkna.

Víkingar - Björninn umfjöllun

Fyrsti leikurinn á íslandsmóti karla í íshokkí fór fram á Akureyri á laugardag. Víkingar frá Akureyri tóku þar á móti Birninum úr Reykjavík og lauk leiknum með sigri gestanna úr Birninum sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum heimamanna.

Frestun

Af óviðráðanlegum orsökum er leik Víkinga og Jötna sem fara átti fram í kvöld á Akureyri frestað. Ný tímasetning leiksins verður auglýst síðar.

Æfingahópur kvennalandsliðs

Valinn hefur verið æfingahópur kvennalandsliðs ÍHÍ sem tekur þátt í æfingabúðunum sem fara fram hér í Reykjavík um næstu helgi. Eftir að æfingabúðum er lokið verður fækkað í hópnum en þó verður endanlegur hópur ekki valinn fyrir en nær dregur heimsmeistaramótinu sem fram fer í Seoul í S-Kóreu í mars á næsta ári.

Æfingahópur ungmennalandsliða

Valinn hefur verið æfingahópur ungmennalandsliða (U20/U18) ÍHÍ sem tekur þátt í æfingabúðunum sem fara fram hér í Reykjavík um næstu helgi. Hér er einungis um að ræða leikmenn sem æfa og leika með íslenskum félagsliðum. Listinn er ekki endanlegur og gæti því tekið breytingum.

Æfingahópur karlalandsliðs

Olaf Eller hefur ásamt þjálfurum félagasliða hér á Íslandi valið æfingahópinn sem tekur þátt í æfingabúðunum sem fara fram hér í Reykjavík um næstu helgi.