16.09.2017
Hertz-deild kvenna heldur áfram í dag þar sem Ynjur taka á móti Reykjarvíkurliðinu SR/Björninn.
16.09.2017
Skautafélagið Björninn og Skautafélag Reykjavíkur hafa komið sér saman um lánsamning vegna Jóhanns Björgvins Ragnarssonar markmanns.
Jóhann Björgvin Ragnarsson mun í vetur spila með Birninum í 2fl íslandsmóts í íshokkí.
Þessi samningur er samþykktur af ÍHÍ.
15.09.2017
Það tilkynnist hér með að Björninn hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Roddy Akeel frá USA, Esja hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Petr Kubos frá Czeck Ice Hockey og svo hefur Skautafélag Akureyrar óskað eftir félagskiptum frá Canada. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og eru leikmenn samþykktir.
12.09.2017
Jussi Sipponen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U20 í íshokkí. Jussi Sipponen var fæddur í Naantali, Finlandi þann 17. september 1980 og hefur verið búsettur á Akureyri síðustu árin. Jussi er landsþekktur innan íshokkíhreyfingarinnar á Íslandi, hefur meðal annars þjálfað meistaraflokk karla og kvenna Skautafélags Akureyrar og var þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkí síðustu tvö árin.
08.09.2017
Aðildarfélög ÍHÍ hafa óskað eftir félagsskiptum fyrir eftirtalda leikmenn.
Þessi félagsskipti eru samþykkt og hafa félagaskiptagjöld verið greidd.
07.09.2017
Hertz-deild karla og kvenna, helgina 8. og 9. september verða sem hér segir:
06.09.2017
Skautafélag Akureyrar hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir eftirtalda leikmenn. Þessi félagsskipti eru samþykkt og hefur félagaskiptagjald verið greitt.
Jón Hlífar Aðalsteinsson
Hrund Thorlacius
Harpa María Benediktsdóttir
Jussi Sipponen
05.09.2017
Skautafélagið Björninn tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld í 2.fl og gerðu gestirnir sér litið fyrir og lögðu Björninn að velli í fyrsta leik tímabilsins. Loka staða 3-10 fyrir SR.
Viktor Ísak lagði grunninn að sigri SR-inga með marki á fyrstu mínútu. Sölvi Freyr skoraði fjögur mörk, Kári tvö mörk, Hákon Orri, Birkir Kári og Jóhann eitt mark hver.
Í liði Bjarnarins skoraði Oliver Ali, Maríana og Hilmar eitt mark hver.
Má sanni segja að leikurinn hafi verið hraður og skemmtilegur.
Búast má við hörkuskemmtilegum vetri þar sem allt getur gerst.
05.09.2017
Íslandsmótið i 2.fl í íshokkí hefst í kvöld, þriðjudaginn 5. september 2017, kl 19:45 í Egilshöll.
Bjarnarmenn taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur og hefjum við hér með íshokkí tímabilið 2017/2018.
Sjáumst í kvöld í Egilshöll.
05.09.2017
Aganefnd ÍHÍ hefur verið skipuð fyrir starfsárið 2017-2018
Þórhallur Viðarsson formaður
Garðar Jóhannesson
Bjarni Baldvinsson
Til vara;
Magnús Þór Aðalsteinsson
Jóhann Björn Ævarsson