24.03.2017
SA Víkingar og UMFK Esja áttust við í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í úrslitum karla í Hertz-deild karla. Leikurinn átti sér stað í Skautahöllinni á Akureyri fyrir fullu húsi aðdáenda.
Esjumenn lögðu SA Víkinga 3:2 í leiknum og geta klárað einvígið á laugardag með sigri og orðið Íslandsmeistarar í fyrsta skipti.
23.03.2017
Úrslitakeppni meistaraflokks karla heldur áfram í kvöld, fimmtudaginn 23. mars í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikur klukkan 19:30. Um er að ræða leik númer tvö í úrslitakeppninni þar sem SA Víkingar taka á móti UMFK Esju. Fyrsta leik í úrslitakeppni lauk með sigri Esju.
Spilaðir verða 5 leikir á níu dögum ef til þess þarf og það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.
22.03.2017
UMFK Esja tók á móti Skautafélagi Akureyrar í Laugardal í gærkvöldi í fyrsta leik liðanna í úrslitum Hertz-deildar karla í íshokkí.
Leikurinn var stórskemmtilegur og hraður, Esja komst í 3:0 fyrir síðasta leikhlutann, en þar skoraði SA þrjú mörk og jafnaði leikinn. Björn Róbert Sigurðarson skoraði sigurmark Esju eftir tæpar 3 mínútur voru liðnar í framlengingu.
Mjög margir komu í Skautahöllina í Laugardal, stúkan var nánast full og frábær leikur Esju og SA.
Næsti leikur í úrslitum er í Skautahöllinni á Akureyri, kl 19:30 á fimmtudaginn kemur. Nú er um að gera að fylgjast með, skella sér í höllina og hvetja sitt lið áfram. Þeir sem verða fjarri góðum leik, geta fylgst með í beinni útsendingu á www.oz.com/ihi
19.03.2017
Mikill hokkídagur framundan í Belgrade, Serbíu. Staðan mögnuð og spennan mikil. Astralía, Spánn, Serbía og Holland eru öll með 9 stig fyrir daginn í dag, Belgia og Ísland reka lestina og eiga þessi tvö síðast nefndu leik núna kl 16:30 í dag og er því einn mikilvægasti leikur Íslands í mótinu. Með sigri í þessum leik halda drengirnir sér í núverandi styrkleikaflokki.
17.03.2017
Ynjur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með 4 – 1 sigri á Ásynjum í fjörugum leik. Sem fyrr var allt í járnum á milli liðanna framan af og fóru Ásynjur betur af stað en þrátt fyrir það voru það Ynjur sem skoruðu fyrsta mark leiksins og það eina í 1. lotu. Í 2. leikhluta jöfnuðu Ásynjur metin en Ynjur náðu aftur forystunni skammt fyrir lok lotunnar.
Í 3. lotu réðu svo Ynjur lögum og lofum á ísnum og bættu við tveimur mörkum og tryggðu sér verðskuldaðan 4 – 1 sigur.
16.03.2017
Úrslitakeppni meistaraflokk karla hefst í kvöld, þriðjudaginn 21. mars í Skautahöllinni í Laugardal og byrjar leikur klukkan 19:30. Spilaðir verða 5 leikir á níu dögum ef til þess þarf og það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.
14.03.2017
Í kvöld fór fram 2. leikur í úrslitum í kvennaflokki og að þessu sinnu unnu Ásynjur og jöfnuðu þar með úrslitaeinvígið eftir að Ynjur unnu fyrsta leikinn á laugardaginn síðasta. Leikurinn var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og leikurinn allur miklu harðari en fyrsti leikurinn. Ásynjur mættu ákveðnar til leiks og fóru mikinn í upphafi og skoruðu fyrsta mark leiksins. Ynjurnar svöruðu hins vegar með þremur mörkum fyrir lok lotunnar og allt virst stefna í sömu átt og í fyrsta leiknum.
14.03.2017
Úrslit gætu ráðist í kvöld ef Ynjur halda uppteknum hætti, um að gera að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri og hvetja sitt lið. Sjáumst hress og kát.
13.03.2017
Magnus Blarand þjálfari A-landsliðs karla hefur valið 22 leikmenn til að taka þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí sem fer fram í Galati, Rúmeníu 3. til 9. apríl næstkomandi.