Fréttir

Dagskrá íslandsmóta íshokkí 2017-2018

Dagskrá íslandsmóta Íshokkí má finna hér til hægri á síðu ihi.is. Hertz-deild karla hefst föstudaginn 8. september í Skautahöllinni í Laugardal þar sem SR tekur á móti UMFK Esju og hefst leikur kl 19:45. Hertz-deild kvenna hefst Laugardaginn 9. september í Egilshöll þar sem kvennalið Reykjavíkur tekur á móti SA Ynjum og hefst leikur kl 16:30.

Dómaranámskeið - 9. og 16. september 2017

Tvö dómaranámskeið verða haldin í september. Í Reykjavík, 9. september, kl 9-15, Engjavegur 6 - hús ÍSÍ í Laugardal. Á Akureyri, 16. september, kl 9-15, Skautahöllin á Akureyri.

www.ishokki.is

Íshokkísamband Íslands hefur látið uppfæra kynningarvef sambandsins, www.ishokki.is Nú er um að gera að deila þessari heimasíðu okkar og þar með kynna og efla íshokkí á Íslandi. Þessi síða er upplýsingasíða fyrir foreldra sem eru að kynna sér íshokkí fyrir börnin sín í fyrsta skipti. Upplýsingar eru um þjálfara og íþróttafélögin sem eru með barna og unglingastarf í íshokkí.

Jóhann og Gunnlaugur í æfingabúðum í Kanada

Jóhann Ragnarsson og Gunnlaugur Þorsteinsson úr Skautafélagi Reykjavíkur voru á dögunum í æfingabúðum í Kanada. Um er að ræða Oshawa Super Week, austur af Toronto hjá Puck Warriors Goaltending. Æfingabúðirnar voru frá 31. júli til 4. ágúst síðastliðinn og sá sem heldur utan um þessar æfingar er Steve Schut sem margir íslendingar þekkja.. Gunnlaugr æfði skauta og kylfutækni meðan Jóhann var í markmannsþjálfun, báðir hæstánæagðir og sælir með æfingabúðirnar.

Hokkístelpur í Helsinki

Nú hafa 14 íslenskar hokkístelpur á aldrinum 13-18 ára lokið keppni á alþjóðlegu móti „Legendary Selects“ sem fram fór í Helsinki dagana 25.-29.júlí. Þessi kvennahokkílið eru svokölluð Selects lið sem eru skipuð leikmönnum sem koma frá ólíkum hokkíliðum víðsvegar að en stelpurnar eru valdar til þátttöku á mótinu. Þátttökuliðin voru Ísland, Selects Norður Ameríka, sem er blandað lið skipað leikmönnum frá Bandaríkjunum og Kanada, Selects Finnland/Rússland og að lokum Selects Evrópa sem er blandað lið frá Evrópu en að mestu skipað leikmönnum frá Svíþjóð. Íslenska liðið var að mestu skipað leikmönnum frá Skautafélagi Akureyrar en einnig leikmönnum frá SR og Birninum, tveir íslenskir leikmenn komu erlendis frá, frá Noregi og Kanada.

Maksymilian Jan Mojzyszek - markmanns þjálfunarbúðir í Tékklandi

Maksymilian Jan Mojzyszek, 17ára markmaður Bjarnarins fór til Ostrava- Poruba Tékklandi fyrr í sumar og var þar í þjálfun hjá Petr Mrazek sem spilar með Detroit Red Wings og landsliði Tékklands. Hér eru upplýsingar um Petr Mrazek. Í þessum æfingabúðum voru um 20 drengir, aðallega frá mið og austur evrópu. Maksimilian fór einnig í sumar til Tychy í Póllandi í íshokkí æfingabúðir.

Vierumaki - IIHF æfingabúðir

Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) er með æfingabúðir í Vierumaki, Finlandi, þessa vikuna. Þrír íslendingar taka þátt í æfingabúðunum, Kári Arnarsson úr Skautafélagi Reykjavíkur, Róbert Máni Hafberg úr Skautafélagi Akureyrar og svo yfirtækjastjóri Íshokkísambands Íslands Marcin Mojzyszek sem er einnig félagsmaður Bjarnarins í Egilshöll.

Stjórn ÍHÍ og nefndir

Á fyrsta stjórnarfundi ÍHÍ var ákveðið að skipun stjórnar yrði eftirfarandi: Formaður Árni Geir Jónsson Varaformaður Helgi Páll Þórisson Gjaldkeri Sigurður Sigurðsson Ritari Björn Davíðsson Meðstjórnandi Guðrún Kristín Blöndal Varamaður Arnar Þór Sveinsson Varamaður Óli Þór Gunnarsson Varamaður Þórhallur Viðarsson

Ísland - Kanada, æfingaleikur í Egilshöll

Kanadíski flugherinn sér um loftrýmisgæslu hér á landi þessa dagana og innan þeirra raða er íshokkílið. Alls verða hér um 180 liðsmenn sem taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO og Landhelgisgæslu Íslands. Flugsveitin er hér á landi með nokkrar orrustuþotur og ein þeirra tók þátt í flugsýningu hér í Reykjavík um daginn, og vakti talsverða athygli. Kanadíska liðið mætti í Egilshöll síðastliðinn þriðjudag og tók á móti úrvalsliði okkar manna og endaði leikurinn 16-7 fyrir Ísland. Lið Kanadamanna skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og svo tóku okkar úrvalslið í taumana, jöfnuðu leikinn og bættu svo í jafnt og þétt. Stórskemmtileg stund fyrir bæði lið.

Íshokkíþing 2017 - ný stjórn

8. Íshokkíþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið laugardaginn 27. mai 2017 og fór þingið fór fram í Reykjavík, í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambandsins að Engjavegi 6. Dagskráin var hefðbundin samkvæmt 8. grein laga ÍHÍ. Ný stjórn Íshokkísambandsins var kosin og er hún eftirfarandi: Árni Geir Jónsson, formaður. Helgi Páll Þórisson Björn Davíðsson Sigurður Sigurðsson Guðrún Kristín Blöndal