22.10.2014
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk gegn tveimur mörkum SR-inga eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma.
21.10.2014
Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í karlaflokki og fer hann fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.40. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður á þessu tímabili og í þeim leikjum hefur Björninn tvisvar sinnum farið með sigur af hólmi en SR-ingar einusinni.
20.10.2014
UMFK Esja og Björninn mættust síðastliðið laugardagskvöld í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Bjarnarsins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum UMFK Esju. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu en í hinum tveimur leikjunum hafði Esja farið með nokkuð öruggan sigur af hólmi.
20.10.2014
SA Víkingar tóku á laugardaginn á móti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmóti karla í íshokkí og lauk leiknum með sigri heimamanna Víkinga sem gerður þrjú mörk gegn tveimur mörkum gestanna. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og í öll skiptin hafa Víkingar farið með sigur af hólmi þótt leikirnir hafa verið nokkuð jafnir.
17.10.2014
Uppistaðan í hokkíhelginni að þessu sinni eru þrír leikir en tveir þeirra eru í meistaraflokki karla.
15.10.2014
Einn leikur fór fram í gærkvöld í meistaraflokki kvenna en þá báru Ásynjur sigurorð af Ynjum með sjö mörkum gegn einu. Með sigrinum hafa Ásynjur náð fimm stiga forskoti á næsta lið sem eru Ynjur en bæði liðin hafa leikið fjóra leiki. Þarnæst koma Bjarnarkonur sjö stigum á eftir Ásynjum en eiga leik til góða.
14.10.2014
Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fara þeir fram norðan og sunnan heiða.
13.10.2014
Síðari leikur helgarinnar í meistaraflokki karla var leikur UMKF Esju og SA Víkinga og fór leikurinn fram á laugardagskvöldinu. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Esju.
13.10.2014
Fyrri leikur helgarinnar fór fram á föstudagskvöldið en þá mættust Skautafélag Reyjavíkur og Björninn. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn þremur mörkum SR-inga.